Hamingjan er ekki endastöð heldur ferðalag..
Fjöldi fólks glatar hlut sínum í hamingjunni. Ekki vegna þess að það hafi aldrei fundið hana, heldur vegna þess að það nam ekki staðar til að njóta hennar.
mánudagur, apríl 09, 2012
Pabbi minn afmælisbarn dagsins
laugardagur, mars 31, 2012
Marta Líf eins árs afmælisprinsessa

mánudagur, mars 12, 2012
Mamma afmælisskvísa
fimmtudagur, mars 01, 2012
Eygló og Arna afmælisstelpur
mánudagur, febrúar 20, 2012
Andri Ísak afmælisstrákur
miðvikudagur, febrúar 15, 2012
Sara Ísold afmælisstelpa
miðvikudagur, janúar 25, 2012
Lifðu lífinu lifandi, vertu til, taktu þátt
laugardagur, janúar 07, 2012
Hrund afmælisstelpa

Okkur foreldrum þeirra til mikillar ánægju eru þær miklar vinkonur allar í dag og eyða miklum tíma saman.
föstudagur, desember 30, 2011
Orð eru álög...
Við og krakkarnir höfum núna í nokkur ár sest niður á nýársdag og velt fyrir okkur markmiðum fyrir árið sem er að byrja, við skrifum þau niður og skoðum svo að ári, hvað hefur ræst og hvað ekki. Þetta eru ekki áramótaheit heldur markmið sem við gjarnan viljum sjá rætast hjá okkur. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað ég ætla að setja á blaðið mitt eftir tvo daga og hugsa meira og meira um þetta að...orð eru álög..... það skiptir svo miklu máli hvað við segjum því það sem við tölum út er eitthvað sem undirmeðvitundin fer að vinna að. Ef það er eitthvað sem við virkilega viljum gera þá er árangursríkara að segja "ég ætla" heldur en "ég vona" Ég hef ákveðna hugmynd um hvernig og í hvaða kringumstæðum ég vil sjá mig á nýju ári og ætla að prófa þetta á sjálfri mér, vera ákveðnari í markmiðasetningu og framfylgja því af fremsta megni, því ég get það sem ég vil. Ég er viss um að um næstu áramót hafa markmið næsta árs ræst.... ég ætla einnig að gæta orða minna í daglegu tali því þau hafa vægi og verða aldrei tekin tilbaka....
þriðjudagur, desember 27, 2011
og svo komu jólin.....
Lífið mitt hér í Húsinu við ána er afar ljúft, oft annasamt en næstum alltaf skemmtilegt líka. Það er gott að hafa vinnu, eiga fjölskyldu sem er svo auðvelt að elska og sem elskar mann og gefur lífinu gildi. Held það sé fátt betra en finna litla ömmubarnahandleggi umvefja mann og heyra hvíslað í eyrað að þau elski mann eða þegar Erling grípur mig í fangið og segir mér hvað hann sé ánægður með mig. Þá læðist inn í hugann að einhverju hefur verið áorkað.
Framundan eru áramót einu sinni enn og nýtt ár bíður handan hornsins og það er spennandi að sjá hvað verður skrifað á þá blaðsíðu kaflans.
fimmtudagur, desember 22, 2011
....þau eru alveg að koma.....
fimmtudagur, desember 15, 2011
Fimmtudagur verður að laugardegi
Við ætlum að hafa þennan frídag okkar reglulega skemmtilegan, kíkja í höfuðborgina, gera smá jólainnkaup, hitta mann og annan og kíkja á kaffihúsið til hennar Erlu vinkonu minnar og reyna að hitta á barnabörnin og foreldra þeirra. Aðventan er skemmtilegur tími og ég er svo þakklát fyrir það að það er ekki undir mínum þrifnaðardugnaði eða baksturshæfileikum komið að jólin komi. Ef svo væri þá kæmu nefnilega engin jól á okkar bæ. Kósíheit og kertaljós er málið hér í Húsinu við ána og um að gera að láta ekkert jólastress ná tökum á okkur, jólin snúast um allt aðra hluti. Njótum þess að vera til vinir...
þriðjudagur, desember 06, 2011
Jól á næsta leiti
Skreytum hús með grænum greinum.....nei annars bara öllu fallega jólaskrautinu okkar, það er verkefni dagsins..... Svo kíki ég örugglega útí búð seinna í dag því Erling er þar að breyta ísbúðinni og vinna við innréttingu hennar. Þetta verður góður dagur og já.....Fréttablaðið var á eldhúsborðinu......
föstudagur, desember 02, 2011
Katrín Tara afmælisstelpa
miðvikudagur, október 26, 2011
Hann á afmæli í dag
mánudagur, október 17, 2011
Þórey Erla afmælisskvísa

þriðjudagur, október 04, 2011
Erla Rakel afmælisstelpa...
sunnudagur, september 11, 2011
Karlott afmælisbarn
Það er stutt á milli afmæla þeirra hjónakorna Karlotts tengdasonar okkar og Írisar en í dag fagnar hann afmælinu sínu í 36. sinn.
Karlott er einstaklega ljúfur og góður drengur og hvers manns hugljúfi. Glaðvær og á einstaklega auðvelt með að umgangast fólk og spjalla við það. Hann studdi Írisi með ráð og dáð meðan hún lagði stund á lögfræðinámið sitt og nú er komið að honum og fyrir nokkrum dögum hófst nýr kafli í lífi hans þegar hann settist á skólabekk í Háskóla Íslands og nemur félagsráðgjöf. Þar er hann sannarlega á réttri hillu og ég efast ekki um að honum á eftir að ganga vel í þessu námi og hafa gaman af því.
Íris og Karlott eiga 4 yndisleg börn saman og eru einstaklega samhent um allt er viðkemur heimilishaldi og barnauppeldi. Börn hænast að Karlott og ég hef ósjaldan séð fleiri en hans börn trítla við hlið hans í leit að spennandi ævintýrum úti í náttúrunni þegar við stórfjölskyldan erum samankomin, annað hvort í Kofanum eða í einhverju ferðalaginu.
Karlott er haldinn mikilli veiðibakteríu og ég hef grun um að hann hafi ekki áhuga á að læknast af þeirri bakteríu.
Elsku Karlott, við Erling sendum þér afmæliskveðju héðan frá Tíról og óskum þér innilega til hamingju með daginn þinn, við erum afar ánægð með þig og stolt af þér og við vitum að Íris og börnin munu dekra þig í dag. Sjáumst svo vonandi sem fyrst.