þriðjudagur, desember 06, 2011

Jól á næsta leiti

Eftir bókhaldsvinnu undanfarna daga var það bara notalegt að kúra aðeins undir heitri sænginni og leyfa sér að vakna í rólegheitunum. Verkefni dagsins lá ekki alveg ljóst fyrir, ekkert sem bráðliggur á að gera, tvær frábærar stelpur sjá um búðirnar tvær svo ekki þarf að huga sérstaklega að þeim í dag. Tilhugsunin um að vera innandyra í dag varð enn notalegri þegar ég dró svo frá gluggum eftir að hafa búið um rúmið. Úti var lygn og falleg snjókoma og bíllinn þakinn snjó, mikið var gott að fara bara niður og fá sér morgunmat og kaffi, vona að Erling hafi náð Fréttablaðinu (það er algert happ hér á Selfossi að ná blaðinu því það koma svo fá blöð í þessa blessuðu kassa) og já þá var verkefni dagsins ákveðið.
Skreytum hús með grænum greinum.....nei annars bara öllu fallega jólaskrautinu okkar, það er verkefni dagsins..... Svo kíki ég örugglega útí búð seinna í dag því Erling er þar að breyta ísbúðinni og vinna við innréttingu hennar. Þetta verður góður dagur og já.....Fréttablaðið var á eldhúsborðinu......

Engin ummæli: