þriðjudagur, júní 22, 2010

Afmælisdagur

Eins og lesendur mínir vita þá er ég svo heppin að tilheyra stórri fjölskyldu og í minni nánustu fjölskyldu þá er ég ættmóðir margra og því eru oft afmælisskrif á síðunni minni og svo er einmitt í dag.
Einn af þremur tengdasonum mínum, hann Bjössi hennar Eyglóar á afmæli í dag, er orðinn 36 ára kappinn. Hann er vélfræðingur að mennt og starfar við sitt fag á verkstæði í Garðabæ og er vel liðinn þar sem og af öðrum sem þekkja hann. Bjössi hefur gaman af að veiða og ég veit að hann fékk fluguhnýtingar sett í afmælisgjöf og ætlar að fara að hnýta sjálfur flugurnar sínar. Allir tengdasynir mínir eru góðir vinir og ég er mjög þakklát fyrir það. Eygló og Bjössi er mjög samhent og njóta lífsins í botn ásamt Erlu Rakel, litlu prinsessunni þeirra.

Elsku Bjössi minn, við Erling sendum þér innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins, hlökkum til að kíkja á þig fljótlega og við biðjum þér og fjölskyldunni allri ríkulegrar Guðs blessunar.

fimmtudagur, júní 03, 2010

Prinsinn 3ja ára


Ég er þeirrar skoðunar að allir dagar sem við fáum úthlutað séu merkisdagar en þó eru auðvitað sumir dagar miklu merkilegri en aðrir. Í dag er einn af þeim dögum. Við Erling erum svo lánsöm að vera umkringd barnabörnum og í dag er prinsinn í hópnum orðinn þriggja ára gamall. Erling Elí fæddist á fallegum sunnudegi fyrir þremur árum og varð strax einn af augasteinunum okkar afa síns og ömmu. Þessi litli yndis drengur er flottur og duglegur strákur, alger prakkari og grallaraspói sem bræðir alla sem eru kringum hann en hann er sérstaklega hændur að Erling afa sínum og í hvert sinn sem ég kem ein í heimsókn til þeirra er ég varla komin inn þegar hann spyr um afa sinn og bara gaman af því.
Erling Elí nýtur þess að hafa allar þessar stelpur í kringum sig því hann er enn sem komið er eini strákurinn í barnaskaranum okkar Erlings. Stóru systur hans eru þolinmóðar við hann og leyfa honum oftast að vera með sér.

Elsku Erling Elí minn, við afi þinn sendum þér bestu hamingjuóskir með daginn þinn og við hlökkum til ða koma í veisluna þína. Þú ert alger Guðs blessun í líf okkar og við erum Guði þakklát fyrir þig. Láttu alla dekra við þig sem aldrei fyrr. Við elskum þig milljón hringi og aðeins fleiri líka litli stóri strákurinn okkar.