laugardagur, júlí 24, 2010

Danía Rut afmælisstelpa

Í dag eru liðin 8 ár frá því að ég fékk ömmutitilinn í fyrsta sinn. Við vorum að koma úr ferðalagi hringinn í kringum Ísland og komin til Akureyrar og vorum frekar spennt því samkvæmt dagatalinu átti barnið að vera fætt. Það var svo aðfaranótt 24. júlí sem skvísan kom í heiminn og við Erling þar með orðin amma og afi.
Danía Rut er 8 ára í dag og hún hefur alla tíð verið mikill gleðigjafi í lífi okkar og þrátt fyrir veikindi í byrjun þá er hún við hestaheilsu í dag, afar hress og skemmtileg stelpa. Danía Rut greindist einhverf þegar hún var 5 ára og en þar sem hún er ekki með neina þroskaröskun gengur hún í venjulegan skóla en fær aðstoð á skólatíma.
Hún er mjög duglega stelpa, elskar dýr og sérstaklega kisur og helst vildi hún fá kött í afmælisgjöf þrátt fyrir að amma hennar í sveitinni geymir fyrir hana kisuna Prins Mjá þar sem mamma hennar er með ofnæmi fyrir kisum. "Ég er að safna þeim" sagði hún aðspurð þegar henni var bent á þá staðreynd. Danía Rut elskar að dansa og hefur sýnt hæfileika á því sviði og hana langar að læra að dansa. Þegar haldið var uppá afmælið hennar fyrir stuttu þá var hún búin að æfa dans sem hún sýndi okkur, bara gaman af því.

Elsku Danía Rut mín, innilega til hamingju með daginn þinn, veit að pabbi þinn ásamt afa þínum og ömmu í sveitinni munu dekra við þig á allan hátt. Við afi þinn elskum þig meira en hægt er að segja með orðum gullið okkar.