föstudagur, desember 03, 2010

Katrín Tara afmælisstelpa


Hún er ljóshærð með blá augu, mjög fjörug og skemmtileg, ákveðin og veit svo sannarlega hvað hún vill en brosið hennar....blikið í augunum...hún er bara yndisleg.
Hún Katrín Tara, ein af ömmustelpunum mínum og vinkona mín, algerlega ómótstæðileg lítil (stór) dama er loksins orðin sex ára en hún hefur beðið eftir því síðan á síðasta afmælisdeginum sínum. Hún vissi auðvitað að þegar maður er sex ára þá byrjar skólinn og það er sko gaman. Henni gengur vel í skólanum, fær góðan vitnisburð og er dugleg í því sem hún á að gera. Katrín Tara æfir fimleika og vill alltaf sýna okkur afa sínum hvað hún getur og það er sko ekki lítið. Hún er mjög góð í að teikna og lita og er alltaf að gleðja okkur með fallegum teikningum.
Ég og hún eigum okkur spes kveðju. Þegar hún var yngri þá vildi hún aldrei kyssa bless og þar sem ég er algerlega á móti því að þvinga börn til að kyssa fullorðan þá fundum við upp okkar eigin kveðju og höfum haldið því við. Þegar þau fjölskyldan eru að fara frá okkur eða við frá þeim þá labbar hún í burtu, snýr sér svo við og ég sendi henni fingurkoss sem hún svo grípur og skellir á kinnina á sér og svo fæ ég einn tilbaka. Þvílíka krúttið.
Elsku Katrín Tara mín, við afi óskum þér til hamingju með afmælisdaginn þinn, við biðjum Guð að vaka yfir hverju þínu spori. Þú ert alger Guðs gjöf inní líf okkar eins og systkini þín og frænkurnar þínar. Við elskum þig meira en orð fá lýst og hlökkum til að koma í veisluna þína.