laugardagur, september 11, 2010

Karlott 35 ára


Í dag er merkisdagur í fjölskyldunni minni því hann Karlott tengdasonur okkar Erlings, maðurinn hennar Írisar, á afmæli og núna í 35. sinn. Karlott er einstaklega ljúfur og góður drengur og hvers manns hugljúfi. Hann starfar við heimaþjónustuna í Hafnarfirði og einnig við liðveislu og þá fer hann með fatlaða einstaklinga út og gerir eitthvað skemmtilegt með þeim og ég veit að skjólstæðingar hans eru mjög ánægðir með hann.

Íris og Karlott eiga 3 yndisleg börn saman og eru einstaklega samhent um allt er viðkemur heimilishaldi og barnauppeldi. Svo er ég búin að fá leyfi til að opinbera það að fjórða barnið þeirra mun koma í heiminn í mars nk. Bara yndislegt. Börn hænast að Karlott og ég hef ósjaldan séð fleiri en hans börn trítla við hlið hans í leit að spennandi ævintýrum úti í náttúrunni þegar við stórfjölskyldan erum samankomin, annað hvort í Kofanum eða í einhverju ferðalaginu.
Karlott er haldinn mikilli veiðibakteríu og ég hef grun um að hann hafi ekki áhuga á að læknast af þeirri bakteríu.

Elsku Karlott, við Erling óskum þér innilega til hamingju með daginn þinn, við erum afar ánægð með þig og stolt af þér og við vitum að Íris og börnin munu dekra þig í dag. Sjáumst svo vonandi sem fyrst.