mánudagur, október 17, 2011

Þórey Erla afmælisskvísa



Þar sem ég er níu barna amma þá er ekki skrýtið að það séu oft afmælisskrif á síðunni minni. Það er mér samt alltaf mikil og sönn ánægja að segja ykkur frá afmælum þessara yndigulla sem skreyta lífið okkar Erlings meira en hægt er aðsegja í fáum orðum.

Í dag fagnar hún Þórey Erla sex ára afmælinu sínu og hún er sko búin að bíða eftir því. Hún er byrjuð í skóla og orðin fluglæs og skemmtir sér vel í skólanu, Svo er hún líka orðin nógu gömul til að geta farið í flugvél með systrum sínum að heimsækja ömmu og afa á Akureyri og það er sko spennandi skal ég segja ykkur. Þórey Erla er mjög geðgóð en veit samt alveg hvað húnvill og svo hefur hún ekkert fyrir því að vegja okkur afa sínum um fingur sér. Brosið hennar og stóru augun þegar hún kemur og smellir á mann kossi er algerlega ómótstæðilegt. Við erum góðar vinkonur og það er gaman þegar hún hringir og spyr hvort þau megi koma í heimsókn hingað á Selfoss. Hún er reyndar meiri afastelpa en ömmustelpa og ef hún hittir mig eina þá spyr hún alltaf um afa sinn áður en hún heilsar þetta litla yndigull. Hún er alger Guðs gjöf inn í líf okkar.


Elsku Þórey Erla okkar, við afi þinn óskum þér innilega til hamingju með daginn þinn, veit að þú verður dekruð í dag svo njóttu þess. Við elskum þig marga marga hringi, allan hringinn...

Engin ummæli: