
Okkur foreldrum þeirra til mikillar ánægju eru þær miklar vinkonur allar í dag og eyða miklum tíma saman.
Hrund er hæfileikarík ung stúlka, fæddur leiðtogi og samkvæm sjálfri sér. Hún stundar sálfræðinám við Háskólann í Reykjavík og hefur kynnst þar fullt af skemmtilegum krökkum sem hún eyðir tíma með bæði við nám og skemmtun. Auk þess stundar hún söngnám og skrifar pistla á spegill.is.
Hún leigir íbúð hjá Námsmannaíbúðum en það er voða notalegt þegar hún kemur austur um helgar og eyðir tíma með okkur foreldrum sínum.
Elsku Hrundin okkar, við pabbi þinn óskum þér innilega til hamingju með daginn þinn, þú ert sama afmælisbarnið og mamman þín og haltu í það eins lengi og þú getur. Við elskum þig meira en hægt er að segja með orðum og erum afar stolt af þér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli