mánudagur, júní 23, 2008

Hann átti afmælisdag.....


Eins og lesendur mínir vita þá er ég svo heppin að tilheyra stórri fjölskyldu og í minni eigin nánustu fjölskyldu þá er ég ættmóðir margra og því eru oft afmælisskrif á síðunni minni og það er einmitt í dag. Annar tengdasonur minn, hann Bjössi hennar Eyglóar átti afmæli í gær 34 ára kappinn. Þar sem við vorum öll saman í sumarbústað um helgina er þessi færsla einum degi of sein en það er nú allt í lagi.

Bjössi er duglegur strákur, stendur sig mjög vel í vinnunni en hann er vélstjóri og starfar í kælismiðjunni Frost. Áður en hann og Eygló giftu sig var hann að vinna sem vélstjóri á Fossunum hjá Eimskip en Eygló til mikillar ánægju ákvað hann að koma í land og vinna, hefur sennilega haft einhvern grun um að Eygló var ekki alveg til í að vera oft ein. Þau eru mjög samhent og auðséð að hann gerir Eygló hamingjusama og það er gaman að fylgjast með þeim þessar vikurnar og mánuði því frumburðurinn er á leiðinni og þau eru eins og við öll mjög spennt yfir því. Það var haldið smá afmæliskaffi fyrir hann í gær í bústaðnum og það var bara gaman.

Elsku Bjössi, síðbúin afmæliskveðja til þín og ég bið Guð að blessa þig ríkulega í leik og starfi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Erla mín. Til hamingju með stóru fjölskylduna þína og afmæli tengdasonarins. Mér finnst svo gaman að lesa bloggið þitt, þú ert svo jákvæð og einhvern veginn svo glitrandi (æ ég veit að ég er oft væmin, en það er bara allt í lagi, þetta er besta lýsingin finnst mér). Það er örugglega einmitt ástæða þess að ég laðaðist að þér og að við vorum svona góðar vinkonur þegar við vorum börn.