laugardagur, júní 14, 2008

BA lögfræðingur.......


Það er alveg við hæfi að sólin skíni á okkur í dag því það er nefnilega merkisdagur hjá okkur í fjölskyldunni. Íris elsta dóttir okkar er að útskrifast úr Háskólanum í Reykjavík með BA í lögfræði og hefur þar með náð föður sínum. Hún hefur staðið sig alveg frábærlega vel, fengið háar einkunnir og aldrei fallið í neinu fagi þrátt fyrir að vera mamma þriggja ungra barna. Karlott, maðurinn hennar, er einnig búinn að standa sig vel og hefur stutt hana algerlega í þessu og í prófatörnum þegar hún hefur nánast búið í skólanum hefur hann séð um heimilið á meðan. Það hefur verið svo gaman að fylgjast með þeim, hvað þau eru samstíga og ákveðin að láta allt ganga upp án þess að börnin séu afskipt.

Elsku fjölskyldan mín í Háholti, innilega til hamingju með daginn, við hlökkum mikið til að koma og vera viðstödd athöfnina og gleðjast með ykkur í dag. Ég er mjög stolt af ykkur og elska ykkur meira en orð fá lýst.
Sjá myndir og meira um útskriftina á síðunni hans Erlings hér

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú mátt sko alveg vera montin af henni Írisi, hún er búin að vera svo dugleg og ég er líka alveg að springa úr monti yfir henni. Til hamingju með hana:) Arna

Eygló sagði...

Innilega til hamingju með Írisi okkar í gær :) Glæsilegur árangur hjá henni og algjörlega til fyrirmyndar! Við erum öll að rifna úr stolti yfir henni :)
Sjáumst annars hressar næst skvísumamma mín ;)
Þín blómstrandi Eygló

Íris sagði...

Takk takk fyrir þetta mamma :) Sæt og skemmtileg færsla!
Sjáumst nú samt vonandi aftur fljótlega ;)
Þín Íris