mánudagur, júní 09, 2008

Að forgangsraða í lífinu

Ég rakst á þessa sögu í bók sem ég var að glugga í og mátti til með að deila henni með ykkur.

Ég sótti einu sinni tímastjórnunar námskeið og undir lok námskeiðsins, sagði leiðbeinandinn: “Smá þraut hér að lokum”. Hann teygði sig undir borðið, tók upp stóra skál og poka fullan af steinum. “Hvað haldið þið að við þurfum marga steina til að fylla skálina?” spurði hann. “Við skulum finna það út”.

Hann setti einn stein í skálina og síðan þann næsta......ég man ekki hvað hann setti marga steina í skálina en hann fyllti hana. Hann spurði síðan, “er skálin full?” Já, sögðum við í kór. Hann sagði, “er það?*” og teygði sig undir borðið og tók upp hnefafylli af möl semhann lagði á milli steinanna og spurði á ný hvort skálin væri full.

Líklega ekki sögðum við. “Gott sagði hann” og teygði sig á ný undir borðið og tók upp hnefafylli af sandi sem hann setti í skáina og spurði á ný, “er skálin full?” Nei, hrópuðum við í kór. “Gott” sagði hann og tók upp vatnskönnu og hellti í skálina.

Hver eru skilaboðin með þessari æfingu spurði hann?

Einhver rétti upp höndina og sagði, “Það eru alltaf göt í dagskránni hjá þér og ef þú vinnur í því getur þú alltaf bætt verkefnum á þig”.

“Nei” sagði leiðbeinandinn. Boðskapurinn er að þú verður að setja mikilvægustu atriðin fyrst, stóru steinana, síðan mölina, sandinn og vatnið. Það sama gildir um verkefni okkar.

Engin ummæli: