Í morgun þegar ég vaknaði var ég að hugsa hvað það væri skrýtið að það væru komin 30 ár síðan við Erling urðum foreldrar í fyrsta sinn. Vissulega er mjög langt síðan en finnst ykkur lesendur mínir ekki jafn fyndið og mér að við foreldrarnir séum bara rétt rúmlega fertug og eigum barn á fertugsaldri :o)
Íris hefur alla tíð verið okkur mikill gleðigjafi og við erum ákaflega stolt af henni. Hún á yndislegan mann og 3 frábær börn og í vor útskrifaðist hún sem lögfræðingur og er núna byrjuð í mastersnámi í lögfræði og hefur hug á að sérmennta sig í skattalögfræði. Þau Karlott hafa búið sér fallegt heimili í Hafnarfirði og núna í ágúst var eldri dóttirin Petra Rut að byrja í skóla og var hún afar stolt af því. Í afmæli mömmu sinnar í gær gekk Petra Rut um allt og tók myndir af gestum með myndavél sem hún fékk frá foreldrum sínum í sex ára afmælisgjöf um daginn. Hún virðist hafa erft ljósmyndaáhugann frá móður sinni en Íris er mjög flink með myndavélina og frændfólk hennar er farið að biðja hana að taka ljósmyndir við ýmis tækifæri.
Elsku Íris mín, ég óska þér innilega til hamingju með daginn og bið þér ríkulegrar Guðs blessunar í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Mundu svo að þú hefur viku til að velja fyrirmynd af afmælisgjöfinni þinni frá okkur pabba þínum :o)
Elska þig endalaust og miklu meira en það.......Njóttu dagsins og láttu dekra þig í botn...
2 ummæli:
Ég tek undir öll þessi orð mömmu þinnar. Þau eru eins og töluð úr mínu hjarta. Takk fyrir flotta veislu í gær.
Elska ykkur öll......
Pabbi.
Hún Katrín Tara er alveg hreint stórkostleg á þessari mynd hahaha.
Annars óska ég þér til hamingju með hana Írisi, sem er alveg að ná þér í aldri, Erla mín. Hún er hörkudugleg ...eins og þær allar stelpurnar þínar, og falleg eins og hún á kyn til hehe.
þín UPPÁHALDS
Sirrý
Skrifa ummæli