sunnudagur, ágúst 24, 2008

Afmælisprinsessa


Ég er svo heppin að eiga margar litlar vinkonur og í dag á ein þeirra afmæli.Petra Rut dótturdóttir mín er sex ára gömul í dag og hún er að byrja í grunnskóla eins og hún sjálf segir okkur mjög stolt. Hún valdi sér bleika skólatösku sem hún fékk svo í fyrirfram afmælisgjöf því skólinn er sko byrjaður. Petra Rut er mjög skemmtileg stelpa og alveg eins og mamma sín þá fæddist hún fullorðin eða svo má segja. Hún hefur mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og veit alveg hvað hún vill.

Aðspurð sagði hún að henni langaði í alvöru myndavél í afmælisgjöf en við mættum samt alveg ráða hvað við gæfum henni. Svo vildi hún fá að vita hvort afi hennar myndi láta mig fá pening til að kaupa gjöfina eða hvernig þetta yrði eiginlega. Skondnar pælingar hjá 6 ára dömu.

Petra Rut bræðir mig algerlega með sínu sérstaka brosi og það er svo gaman hvað hún sækir í að vera við hliðina á manni við matarborðið eða þegar hún hringir í okkur afa sinn og spyr hvort þau megi koma í heimsókn á Selfoss.Elsku Petra Rut mín, innilega til hamingju með afmælið þitt, þú ert alger Guðs gjöf inn í líf okkar allra og við elskum þig allan hringinn eins og þú segir svo gjarnan sjálf.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með prinsessuna :)
Hún er alveg æði :)
kveðja
Hafrún

Íris sagði...

Takk mamma :) Alltaf jafn gaman að lesa afmælisfærslurnar þínar ;)
Takk fyrir komuna í gær, svo gaman að fá ykkur!!