miðvikudagur, mars 15, 2006

Umhyggja og notalegheit

Það var fyrir nokkrum dögum síðan. Við Erling vorum tvö heima og klukkan var alveg að verða tíu og aldrei þessu vant höfðum við hjónin ekki borðað mjög mikið þennan dag (munið að við höfum tekið upp ”borðaðu þig grannan” mataræðið) og grænmetisskammturinn mikli hafði ekki ratað á diskana okkar. Við vorum svöng og okkur langaði í eitthvað gott, eitthvað bragðlaukakitl. Mér fannst svolítið fyndið að uppgötva það að mig langaði alls ekki í sælgæti bara góðan mat.

Erling leit á klukkuna og spurði mig hvort hann ætti að fara og kaupa kjúkling á KFC. Ég sá að það gekk ekki upp því þeir loka kl 22. ”En hvað með Nings” sagði hann og leit á mig. Við kíktum á alheimsgluggann og sáum að þeir loka einnig kl 22. Nú voru góð ráð dýr en samt ekki. ”Ég fer útí búð og athuga hvað ég sé” sagði minn maður og nú vissi ég að hann langaði verulega mikið í eitthvað gott.

Þremur korterum seinna var mér síðan boðið til stofu, þar sem hann var búinn að leggja á borð, búinn að grilla þessi líka frábærlega góðu reyktu svínarif og sveppi með. Ekki gleymdi hann að gera hvítlaukssmjör með þessu (eins gott að maður Á að borða fitu á þessum danska kúr). Þessi máltíð var alveg meiri háttar góð bæði mikið bragðlaukakitl en ekki síst þetta hugarfar að nenna að gera þetta fyrir okkur tvö, til að skapa kósí andrúmsloft og búa til frábæra minningu. Við kveiktum á kertum, nutum matarins og samfélagsins við hvort annað......Hrund kom heim um miðnætti og þá voru enn diskar á borðinu og hún leit á okkur spurnaraugum enda ekki vön að sjá matardiska á borðum á þessum tíma.

Langaði bara að deila þessu með ykkur lesendur góðir......veit að ég hef sagt ykkur það áður en segi það einu sinni enn að ég er vel gift.......

2 ummæli:

Íris sagði...

Þetta er ekkert smá kósí hjá ykkur!! Rosa notalegt og gott hjá ykkur að gera þetta ef ykkur langar að gera svona ;)
Go þið bæði ;)

Nafnlaus sagði...

Ójá Erla mín, ég veit svosem vel að hann litli bróðir minn er góður, -enda vel upp alinn af mömmu sinni og pabba -og systur sinni :)
(Smá- systurlegt djók:)