þriðjudagur, mars 07, 2006

"Óskarinn"......

Alveg er það merkilegt hvað maður getur sokkið niður fyrir framan sjónvarpið og fylgst með fræga og “fína” fólkinu. Í gærkvöldi sátum við Hrund og fylgdumst með samantekt frá Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Borg englanna sl sunnudagskvöld.

Þarna voru auðvitað samankomnar allar helstu stjörnur hvíta tjaldsins, allar konurnar í síðkjólum eftir misfræga hönnuði enda eins gott að vera vel tilfara þegar farið er á þessa uppskeruhátíð þeirra. Dómurinn birtist síðan í dagblöðum morgundagsins. Glamúrinn er yfirgengilegur og þetta er mikill gerviheimur að mínu mati en gaman samt að fylgjast með.
Enda eru bíómyndir yfirleitt gerðar sem afþreying svo við venjulega fólkið getum gleymt amstri dagsins.

Verðlaunahafar fá eina mínútu til að þakka fyrir sig og það var auðvitað æði misjafnt hvað þeir höfðu að segja en orð einnar af uppáhalds leikkonunnar minnar eru uppspretta hugleiðinga minna í dag. Reese Witherspoon fékk Óskarinn sem besta leikkonan í aðalhlutverki og eflaust er hún vel að þeim heiðri komin (hef ekki séð myndina sem hún fékk verðlaun fyrir) en í þakkarræðu sinni minntist hún á ömmu sína.

Hún sagði að amman hefði kennt sér að hafa það að leiðarljósi í lífinu að skipta máli.
Mér fannst þetta merkilegt. Að skipta máli. Er það endilega að vera frægur og þykjast eitthvað merkilegri en annað fólk…..???? Ekki allavega í mínum huga enda er fræga fólkið ekkert öðruvísi en við hin þau vinna bara aðra vinnu en við.

Ég tek heils hugar undir orð ömmunnar . Ég vil skipta máli. Ég vil skipta máli í lífi fjölskyldu minnar, ég vil að það muni um mig, að verkin mín tali góðu máli, ég vil lifa lífi mínu til gagns um leið og ég nýt þess að vera til því lífið er svo skemmtilegt.

Það segir einhvers staðar að þegar maðurinn fæðist þá gleðjist allir í kringum hann en litla mannveran hágrætur. Ég vil lifa mínu lífi þannig að þegar ég dey þá gráti mig allir en ég sjálf geng inn til fagnaðar herra míns. Ég vil að það hafi munað um mig.

Já ég vil skipta máli....... Ekki flókið.......

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú skiptir öllu máli;**
love you:*

hrund

Erling.... sagði...

Sagt og skrifað....ÖLLU máli.
Elska þig.

Erling

Íris sagði...

Sammála, þú skiptir svo sannarlega máli í lífi okkar fjölskyldunnar!!!

Nafnlaus sagði...

Elsku uppáhalds elsta systir mín!
Það leikur engin vafi á því að það munar umm þig og þú skiptir máli.
Án þín væri lífið einfaldlega tómlegra. Mér þykir alveg óendanlega vænt um þig og það sem þú ert mér.
Ég minnist þess hvar ég var á vegi stödd fyrir hartnær 10 árum og veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum þann tíma ef þín hefði ekki notið við.

Lof jú í grilljón ræmustrimla elsku Roger
þinn vinur alltaf ....Over

Nafnlaus sagði...

MAMMA, þú ert límið;);) Þú ert límið:):) Arnan þín sem er núna heima hjá þá að þvo.....

Nafnlaus sagði...

Elsku systir mín. Þú skiptir afar miklu máli í mínu lífi og ég segi eins og Sirrý systir að það munar verulega um þig!!!!