mánudagur, mars 20, 2006

Áskorun, skemmtilegur leikur í bloggheimum

Gerða mágkona mín skoraði á mig á blogginu sínu að svara þessu og ég geri það hér með og neðst í þessari færslu er síðan áskorun á nokkra aðila, endilega lesið þessar algerlega gagnlausu upplýsingar um mig.


4 staðir sem ég hef unnið á:

Fiskbúð í Árbænum, þar hófst starfsferill minn 15 ára gömul

Sorphreinsun Reykjavíkurborgar, sumarvinna tvö sumur og eitt jólafrí

Skrifstofa Hvítasunnukirkjunnar

Bókhaldsþjónusta Arnar Ing, núverandi vinnustaður, vinn þar sem bókari og líkar vel

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:

Green mile, besta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð

When a man loves a woman, yndisleg mynd sem fær tárakirtlana til að vinna

Leagally blond, Reese Whiterspoon er meiri háttar sem ljóshærði lögfræðingurinn

The story of us; vekur mann til umhugsunar um það sem skiptir máli í lífinu


4 staðir sem ég hef búið á:

Sunnuhlíð, bernskuheimilið þar sem ég ólst upp með systkinum mínum

Stillholt 15, Akranesi, fyrsta íbúðin sem við Erling keyptum
Akranes er frábær staður og mjög gott að búa þar. Fluttum þaðan vegna atvinnuleysis.

Vesturberg 74, góð íbúð og okkur leið vel þar.

Hamraberg 18, draumahús og fallegt sem var ”fórnað” fyrir skólagöngu Erlings, gaman samt að Kiddi og Ásta keyptu það þannig að við förum stundum þangað.

Vesturberg 72, núverandi heimili mitt, en við erum farin að kíkja í kringum okkur að öðru húsnæði og þá jafnvel utan höfuðborgarinnar......

4 sjónvarpsþættir sem ég má ekki missa af...

Idol – frábær skemmtun, krakkarnir eru ótrúlega góð, var samt svekkt þegar Alexander datt út

Prision break, alveg ótrúlega spennandi

Lost, skemmtilegir þættir

Stelpurnar, mörg skemmtileg ”skets”

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum

Ísland, fallegasta land í heimi, hef verið svo heppin að geta ferðast víða um landið mitt og ég held að Vestfirðir standi uppúr hvað varðar fegurð og tignarlegt umhverfi

Mallorka, algerlega meiriháttar staður, enginn staður af öllum sólarlöndum sem ég hef komið til skyggir á eyjuna "mína" fögru í Miðjarðarhafinu

Krít, frábær, maturinn meiriháttar

Kaupmannahöfn, uppáhalds borgin mín, mjög sjarmerandi og fátt rómantískara í mínum huga en að rölta um þar

4 síður sem ég skoða daglega

http://www.erlingm.blogspot.com/

http://www.mbl.is/

http://www.habil.is/ þessa dagana :o)

og svo auðvitað síður allra stelpnanna minna og stórfjölskyldunnar minnar, sjá tengla hér til hægri á síðunni minni


4 matartegundir sem ég held upp á

jólamaturinn með öllu tilheyrandi, svínahamborgarahryggur með brúnuðum kartöflum, salati, rjómasósunni hans Erlings, og svo grjónagrauturinn með heimabúnu karamellusósunni hans Erlings, klikkar ekki........

allt kjöt sem Erling setur á grillið

kjúklingur, gæti borðað hann í öll mál

silungur úr Þórisvatni, grillaður með miklum hvítlauk og rjómasósu, ummmmmmm


4 bækur sem ég hef lesið nýlega:

Húsmóðir í hjáverkum

Draumaveröld kaupalkans

Réttarkrufning

Les svo mest blöð en lítið bækur

4 strákar sem ég skora á að gera þetta:

Teddi bróðir

Kiddi bróðir

Heiðar mágur minn

Veit ekki um fleiri karlkynsbloggara sem lesa bloggið mitt því það er búið að skora á Erling

4 stelpur sem ég skora á að gera þetta:

Íris

Eygló

Arna

Hrund

Ella systir

2 ummæli:

Íris sagði...

Búin að verða við áskoruninni!

Íris sagði...

Jæja, bíð SPENNT eftir nýju bloggi!!!!