þriðjudagur, mars 14, 2006

Törn framundan

Jæja þá er hún hafin enn ein prófa- og lestrartörnin hjá Erling, í dag eru 9 vikur þangað til hann verður búinn í lokaprófum og skiladagur BA ritgerðarinnar er. Þetta eru búin að vera nokkuð strembin 3 ár enda mikill lestur sem fylgir laganáminu og eins gott fyrir hann að taka þessu með alvöru fyrst hann fór í þetta á annað borð. Erling er búinn að standa sig frábærlega vel í náminu, er yfir meðallagi í einkunnum og er alveg á réttu róli með námið, þ.e. hann er ekki með neitt fall á bakinu sem hann á eftir að taka upp.

Það verður samt gott þegar þetta verður búið en þann 10. júní útskrifast hann sem lögfræðingur og síðan á hann eftir tveggja ára framhaldsnám sem hann var búinn að ætla sér að taka alveg í beinu framhaldi en við erum búin að taka ákvörðun um að hann taki þetta aðeins hægar. Hann þarf 60 einingar í meistarann og 30 af þeim má hann taka í öðrum deildum en lagadeild. Hann ætlar því að taka bara eitt fag næsta vetur og þá jafnvel í verkfræði og hann ætlar að vinna lögfræðistörf og sjá til hvað mun henta honum best en það er samt líklegt að hann haldi sig við að sérhæfa sig i því sem viðkemur byggingum, verktaka- og vinnurétti enda með byggingameistarann til 25 ára að baki og alla þá reynslu sem því fylgir.

Ég er mjög stolt af honum en núna verð ég svo sannarlega að setja í þolinmæðisgírinn næstu 9 vikurnar meðan þessi törn stendur yfir. Ég þarf að gefa honum næði og ekki trufla hann eins oft og mig langar en sem betur fer á ég svo góða vini og fjölskyldu að mér þarf ekki að leiðast neitt. Þegar búið verður að skila ritgerðinni stefnum við á að skreppa aðeins út fyrir landssteinana, bara tvö, njóta þess að vera til, slaka á, borða góðan mat og kannski fara á einhverja sýningu í borginni sem verður fyrir valinu.

Hafið þið skoðun á því til hvaða borgar væri gaman að fara á þessum árstíma?????
Við erum nefnilega ekki búin að ákveða okkur. Endilega kommentið og segið hvað ykkur finnst og hvaða kosti “ykkar” borg hefur.........Það þarf samt að vera til Evrópu því vinningurinn okkar gildir bara þangað.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Af þeim borgum sem ég hef heimsótt stendur Edinborg uppúr. Fallegar byggingar, krúsí staðir og skemmtileg saga... Ekki samt "Ekta Kanadískt" en örugglega "Ekta Skoskt" :) :)