miðvikudagur, mars 22, 2006

Húsið við ána



Okkur Erling höfum lengi langað til að eiga fallegt hús, einbýlishús með passlega stórum, litlum garði helst á frekar rólegum stað og með fallegu útsýni. Eflaust dreymir marga um þannig hús og sumir fá þá ósk sína uppfyllta en aðrir því miður ekki. Ég hef reyndar alltaf verið alveg viss um að fá þennan draum uppfylltan en spurningin var bara alltaf hvenær. Hér í Reykjavík hefur ekki verið hægt að fá úthlutaðri lóð til að byggja á þrátt fyrir að við eigum yfirdrifin nóg af landi en stjórnvöld hafa ekki haft sama skilning á notkun þess og margir aðrir.

“Hvað með Selfoss” sagði Erling við mig fyrir ca 10 dögum. Nei, sagði ég, ekki Selfoss, frekar vildi ég fara á Akranes ef ég ætlaði að yfirgefa borgina “mína”, ég, sjálft Reykjavíkurbarnið. “Ég er búinn að finna mjög skemmtilegt hús á Selfossi, á fallegum og rólegum stað” sagði hann við mig. Húsið er staðsett “utan ár” eins og innfæddir kalla þennan byggðarkjarna, tilvonandi millahverfi Selfyssinga :o)

Ég féllst á að skoða húsið enda orðin svolítið spennt eftir að hafa skoðað myndir af því á netinu. Það virkaði frekar “þreytt” að innan og greinilegt að þar þarf að taka til hendinni.
Við ókum sem leið lá til Selfoss sl. laugardagskvöld (vorum bara 30 mínútur á leiðinni) og þegar við ókum inn friðsæla götuna sá ég mjög reisulegt og fallegt hús blasa við endann á götunni og það var húsið.

Þegar við stoppuðum bílinn fyrir utan og ég sá útsýnið hugsaði ég með mér að það er alveg sama hversu mikið þarf að gera fyrir þetta hús, mig langar í það. Það bara gerðist eitthvað innra með mér. Húsið er mjög vel skipulagt að innan og við getum gert það stórglæsilegt með tímanum og alveg eins og við viljum hafa það.

Útum eldhúsgluggana horfi ég yfir Ölfusána, meiriháttar. Erling getur bara kallað heim til mín að koma með háfinn til sín þegar laxinn er kominn á. Fyrir neðan húsið, rétt við ána er fallegur trébekkur og ég sé okkur í anda labba þangað að kvöldi til, með kaffi í stálbollunum okkar og horfa á ána renna framhjá.

Húsið við ána, er við Miðtún 22 á Selfossi og í dag var skrifað undir kauptilboð sem við gerðum í húsið og við flytjum þangað í sumar.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jííhaaa, til hamingju með þetta glæsilega hús. Erling, ég tek stöngina með þegar við komum í heimsókn:-)

Nafnlaus sagði...

Úúbs, gleymdi að kvitta á færsluna hér að framan.
Kveðja frá Yngva og Alís

Nafnlaus sagði...

Vááá... til hamingju!!! Glæsilegt hús fyrir glæsilegt fólk.
Kveðja úr Mos.
Hrafnhildur

Íris sagði...

Innilega til hamingju með húsið!!! Mér lýst svo rosalega vel á þetta hjá ykkur og hlakka bara til að hjálpa ykkur að flytja!!
Frábært fyrir ykkur að fá loksins ykkar hús á ykkar lóð!! ;)
Takk svo fyrir gærdaginn, svaka gaman!!

Íris sagði...

Ji, hvað ég er hissa!! Ég hélt að ALLIR myndu kommenta og óska ykkur til hamingju! Ætli allir séu svona sorgmæddir?? Ég amk er rosa glöð fyrir ykkar hönd!
Þín dóttir
Íris

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju elsku mágkona og elsku bróðir
-En samt var ég rosalega hissa á að Reykjavíkurmærin skyldi vilja fara úr borginni.
En þetta er frrrábært!!!

Nafnlaus sagði...

Innlegar hamingjuóskir. Alltaf gaman þegar draumar rætast.

bestu kveðjur Kiddi Klettur

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja húsið.
Kveðja
Nanna Þórisdótti

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með Húsið við ána. Hlakka til að koma í heimsókn á nýja heimilið.

Nafnlaus sagði...

Húsið við ána... Ekkert smá flott nafn.... Innilega til hamingju með þetta flotta hús... Hlakka til að koma oft í heimsókn:):) Þín Arna

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir ;) draumurinn að rætast :) Ég segi bara til hamingju elsku vinir, kem í heisókn þegar þið verðið flutt, ég verð örugglega í útlöndum þegar þið viljið loksins flytja og get þá ekkert hjálpað ykkur ¨°!°¨ Kær vinkonukveðja Sigrún (vesen að vera alltaf að fara svona út mar)

Ella Gitta sagði...

Til hamingju með húsið mín kæra - það er rosa flott, er sko búin að fara að skoða það!!!!!!!
Flott hjá ykkur!

Nafnlaus sagði...

Elsku Erla perla
Til hamingju með "Húsið við ána"
Þetta er algjör draumastaður og svo sætt hús.Við dr.G fórum að skoða það á sunnudaginn og ég er sko ekki hissa á að þið séuð hrifin...ja...jú kannski svolítið að þú skulir vera svona hrifin af staðnum...sjálft Reykjavíkurbarnið...sem ætlaðir ALDREI að flytja úr borginn...en eins og einhver sagði "Aldrei að segja aldrei því aldrei getur aldrei verið aldrei"
hehe

Guð blessi ykkur þetta krúttlega "dúkkuhús"...
þinn einlægur....OVER