laugardagur, mars 29, 2008

Egyptaland here we come.....

Þá eru bara 11 klukkutímar þangað til við leggjum af stað á vit ævintýranna í Egyptalandi. Það var góð tilfinning að labba út af skrifstofunni í gærkvöldi og vera búin að vinna bókhaldið fyrir viðskiptavinina og geta farið í frí með góðri samvisku.

Erling er að vinna í bænum í dag enda í mörg horn að líta svo fyrirtækið gangi vel meðan við erum í burtu. Baddi vinur okkar ætlar að stjórna Lexor á meðan svo það er í góðum höndum og svo eru Pólverjarnir okkar líka mjög fínir og samviskusamir. Ég hef notað daginn til að undirbúa okkur en það er aðeins öðruvísi að taka okkur til fyrir þessa ferð en t.d. Spán því við erum að fara á stað sem er allt öðruvísi en við höfum kynnst áður. Ég er búin kaupa fullt af sótthreinsandi servéttum og sprittgeli sem verður notað mörgum sinnum á dag eins og okkur var ráðlagt. Ég fann hvergi vakúmpökkunarvél svo Egils kristall verður bara að duga í þetta sinn.
Húsið verður ekki tómt meðan við erum burtu því Thea mun búa hér og Arna verður hér líka heilmikið meðan stelpurnar eru hjá pabba sínum.

Það er líf og fjör hér í Húsinu við ána því Arna og Eygló komu í heimsókn með litlu gullin hennar Örnu og það er bara gaman af því. Eygló nýtur meðgöngunnar í botn og er nýbúin að fara í 12 vikna sónarinn þar sem mjög margt er skoðað og athugað og það er allt í stakasta lagi með krílið. Já Guð er góður.

Nú ætla ég að fara upp á efri hæðina og halda áfram að gera okkur tilbúin, þetta er bara spennandi. Hlakka svo til að setja inn myndir og frásögn af þessu ævintýri.
Þangað til næst, njótið daganna.......

Engin ummæli: