
Hún mamma mín er svo sannarlega einstök kona og þótt hún sé nú langt frá því að vera fyrirferðamikil þá hefur hún breitt bak og það eru ófáir sem koma til hennar með ólíklegustu vandamál sín og hún hefur alltaf tíma fyrir alla. Í dag á hún afmæli, er 68 ára gömul þótt það sé erfitt að trúa því vegna þess að hún er svo ungleg og mikil skvísa. Við erum miklar vinkonur og hún er alltaf til staðar fyrir mig og mitt fólk ásamt okkur öllum stórfjölskyldunni. Þegar mamma var rúmlega fertug, sex barna móðir með sitt barnaskólapróf, þá ákvað hún að láta drauminn rætast og fara í nám. Hún byrjaði í Námsflokkunum og hélt svo ótrauð áfram og útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 46 ára gömul. Það voru stoltir krakkar sem mættu við úskriftina hennar og hún er þeim hvatning sem langar að læra en halda að þeir séu of gamlir til þess.
Elsku mamma mín, um leið og ég óska þér innilega til hamingju með daginn þá vil ég segja þér að ég er Guði svo þakklát fyrir að hafa valið þig til að vera mamma mín, ég er svo stolt af þér og elska þig milljón grilljón. Vona að afmælisdagurinn verði þér góður og frábær og ég hlakka til að kíkja á þig næst.
5 ummæli:
Elsku bestasta mamman mín
Til hamingju með daginn.
Drottinn hefur blessað þig með miklu ríkidæmi ...OKKUR gríslingunum þínum.
En okkar ríkidæmi felst ekki síst í því að eiga þig fyrir móður og fyrirmynd.
Þú ert einfaldlega BEST.
Elska þig ALLAN hringin mörgum sinnum.
Þín Uppáhalds
Sirrý litla
Alveg rétt. Hún amma á sér engan líkan! Vona innilega að þú amma hafir átt góðan dag í gær! Hlakka til að hitta þig næst!
Og mamma, þú ert sko lukkunnar pamfíll að eiga svona góða mömmu. Og gaman að segja frá því að ég er bara alveg jafn lánsöm og þú ;) Á svona líka góða mömmu :)
Sjáumst í dag ;)
Þín elsta
Íris
Haha, ég er líka svo heppin að eiga æðislega mömmu :) Sammála Írisi, mamma er lukkunnar pamfíll að eiga svona góða mömmu og við alveg hreint magnaða ömmu sem er alltaf til staðar fyrir mann :) Elska ykkur báðar í marga marga hringi :) Ykkar Eygló
Sammála öllum síðustu ræðumönnum. Amma er hreint einstök og á engan nema eina sína líka og það er mamma mín:):) Hehe, love you amma og mamma, Arnan
Já systir mín - hún mamma er ekki bara engill sendur af himnum.... Hún er - trúi ég - búin til úr einhverju alveg sérstöku himnesku efni, sem var bara til í nákvæmlega réttu magni til að búa til EINA manneskju!!!! semsagt hana mömmu... efni sem erfitt er að skilja eða skilgreina, en YNDISLEGT að njóta og eiga hlutdeild í!!!!
Þetta er því - í mínum huga - ekkert flókið, mamma er stökkbreytt!!! Half human, half heavenly!!!! Ekki bara best, heldur enn betri en best!!!
p.s. tek líka undir með stelpunum þínum - þær eru líka ljónheppnar! Og það er ég líka að fá að vera litla systir þín og mega kalla þig vin minn - veit að það kemst ekki hver sem er á þann lista. LU billjón,
Gittan.
Skrifa ummæli