sunnudagur, mars 02, 2008

Afmælisskvísur

Eygló, fæddist á undan
Arna kom svo fjórum mínútum seinna

“Þú ert bara eins og fræga fólkið” var sagt við mig í saumaklúbb á föstudaginn. Við vorum að tala um fæðingarár barnanna okkar og ég sagði þeim auðvitað að Eygló og Arna ættu afmæli á sunnudaginn. “Hvað meinarðu” svaraði ég? Jú, núna eru allar flottu leikkonurnar að eiga tvíbura. Ég er nú ekki fræg leikkona er bara flott eins og þær :o)
Það er alveg með ólíkindum hvað tíminn líður hratt. Að það skuli vera liðin 27 ár síðan börn nr 2 og 3 fæddust okkur Erling með aðeins fjögurra mínútna millibili. Strax ákváðum við að tala ekki um þær sem tvíburana og höfum staðið við það að mestu. Þær þola það ekki, vilja bara vera kallaðar nöfnum sínum.

Eygló og Arna eru miklar vinkonur mínar og ég er mjög þakklát fyrir að eiga vináttu þeirra. Þær eru mjög samheldnar og samrýmdar og ég held reyndar að það skilji enginn þessi sérstöku tengsl sem eru milli eineggja tvíbura. Þeim dreymir jafnvel sama drauminn sömu nóttina, senda hvor annari sms á sömu sekúndunni og fleira mætti telja upp.

Elsku skvísurnar mínar, ég óska ykkur innilega til hamingju með daginn ykkar og vona að hann verði ykkur skemmtilegur og frábær. Hlakka til að sjá ykkur hér í Húsinu við ána á eftir þegar þið verðið á heimleið til Reykjavíkur.
Elska ykkur meira en orð fá lýst og er mjög stolt af ykkur og fjölskyldum ykkar. Guð blessi framtíð ykkar og veiti ykkur báðum það sem hjarta ykkar þráir.

2 ummæli:

Eygló sagði...

Takk fyrir fallega og skemmtilega kveðju :) Og takk þið pabbi fyrir fallegu kápuna sem þið gáfuð mér í afmælisgjöf! Ég er hæstánægð með hana :) Elska þig mest, þín dóttir Eygló afmælisstelpa :):):):)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kveðjuna sæta mamma:) Og takk svoooo mikið fyrir að passa fyrir mig um helgina svo ég gat farið á mótið. Met það mikils. Elska þig svooooooooooooooo mikið:) Arnan þín:)