miðvikudagur, apríl 09, 2008

Pabbinn minn......

Ég er svo heppin að tilheyra stórri fjölskyldu og fyrir það er ég Guði þakklát. Því fylgir auðvitað að afmælisdagar eru margir og mér finnst alltaf mikil ástæða til að fagna hverjum og einum þeirra því lífið sjálft er gjöf sem okkur er gefin.
Ég á frábæra foreldra og í dag á hann pabbi minn afmæli, fagnar þeim degi núna í 69. skipti. Hann er alveg einstaklega greiðvikinn og umhyggjusamur og hann fylgist vel með okkur öllum afkomendum sínum. Um daginn vorum við eitthvað að tala um hann heima hjá mér og þá segir Íris, “hann afi er svo frábær og æðislegur”. Það eru svo sannarlega orð að sönnu. Það er alveg sama hvort um er að ræða að komast eitthvað eða fá lánaðan bílinn hans, það er aldrei neitt mál, annað hvort keyrir hann okkur eða lánar okkur bíl. Litlu langafabörnin hans kalla hann Langa að hans eigin ósk og að mér læðist sá grunur að hann sé bara nokkuð stoltur af okkur öllum. Hann er ættarhöfðingi í stórri ætt og er duglegur að hafa samband við okkur öll.

Elsku pabbi minn, frá Egyptalandi sendum við Erling þér innilegar hamingjuóskir með daginn og við vonum að hann verði þér góður og skemmtilegur. Við biðjum að heilsa heim á landið okkar fagra og hlökkum til að koma heim og hitta ykkur öll og segja ykkur frá ævintýrum okkar hér á Afríkuslóðum. Ég elska þig meira en orð fá lýst og er þakklát fyrir að eiga þig.

Erlan þín

2 ummæli:

Eygló sagði...

Já hann afi er svo sannarlega mikið æði :) Alveg frábær!
En mikið hlakka ég til að fá ykkur heim og sjá myndir og alles :) Þín uppáhalds Eygló

Nafnlaus sagði...

12 tímar þar til þið komið!
Ég hlakka svoooo til:)

Vona að veðrið verði aðeins skárra en núna svo ég komist nú pottþétt að sækja ykkur:D
-júngsterinn