Ég dreif mig á fætur og eftir að hafa drukkið kaffibolla með Erling sem var auðvitað löngu kominn á fætur þá ók ég til Hafnarfjarðar og sótti litlu ömmustelpurnar mínar sem þar búa. Það er nú ekki venja hjá mér að óska neinum þess að versna verkir en ég kvaddi samt dóttur mína með óskum um að líðan hennar færi versnandi og við þrjár ókum svo heim á Selfoss.
Það var svo rúmlega sex sem Íris hringdi og sagði okkur frá því að litli prinsinn væri mættur á svæðið og hann væri fullkominn. Hann er tíundi afkomandi okkar og það var ekki laust við að amman klökknaði og ég var full þakklætis því börnin eru jú sannkölluð Guðs gjöf inn í líf okkar. Litli prinsinn fékk nafn í höfuðið á afa sínum honum til heiðurs, og heitir Erling Elí. Hann var 17 merkur og 54 cm.
Tek undir með afanum www.erlingm.blogspot.com að við erum rík, moldrík. Blessunum Drottins rignir yfir okkur.
Hafið það gott vinir mínir......þangað til næst
2 ummæli:
Innilega til hamingju með prinsinn. Heilbrigð og hamingjusöm fjölskylda er ómetanlegur fjársjóður. Kveðja úr Mosó
Til hamingju med ommustrákinn. Hef kíkt hingad inn til ad athuga hvort ad Íris vaeri búin ad eiga (svo forvitin ég) og aftur til haminhju med piltinn. Kvedjur Elín Hrund (útlagi med meiru)
Skrifa ummæli