mánudagur, maí 28, 2007

Sannkallað ríkidæmi

Við Erling og stelpurnar með sitt fólk fórum saman á Föðurlandið okkar í gær og áttum skemmtilegan dag sem er kominn í minningabankann okkar.
Strákarnir settu saman borð og stóla sem við vorum búin að kaupa og nutu við það dyggrar aðstoðar lítilla fingra og Erling hafði með sér sérstaka aðstoðarsveit þegar hann gekk um og bar áburð á tré og gras. Einnig settum við niður nokkrar kartöflur svona rétt til að eiga til að taka upp í soðið seinna í sumar.

Að eiga svona athvarf í sveitinni utan skarkala höfuðborgarinnar er meiriháttar notalegt og gaman var að fylgjast með yngstu kynslóðinni leika sér og njóta víðáttunnar í umhverfinu.

Klukkan var langt gengin í tólf á miðnætti þegar við Erling tímdum að fara af stað heim á leið. Himinn skartaði sínu fegursta, bleikrauðum skýjum þegar síðustu geislar sólarinnar voru að hverfa. Við hefðum ekki farið heim nema vegna þess að Erling var búinn að lofa strákunum sem vinna hjá okkur að fara með þá í ferðalag í dag og sýna þeim fallega landið okkar en þeir eru allir Pólverjar. Þeir koma svo seinna í dag hingað í “Húsið við ána” og við ætlum að grilla með þeim.

Læt fylgja hér með nokkrar myndir frá gærdeginum og þær skýra sig sjálfar.









3 ummæli:

Íris sagði...

Takk æðislega fyrir samveruna í gær! Algjör snilldardagur og við þurfum endilega að gera þetta oftar í sumar!
Skemmtilegar myndir, þarf að fá þær hjá þér ;)
sjáumst vonandi sem fyrst!
Þín Íris

Unknown sagði...

Elsku Erla mín
Þú er sannkallaður lukkunnar pamfíll
ÞAð er gaman að eiga sér svona "kósýkot" á sínu eigin FÖÐURLANDI

Til hamingju með lífið og tilveruna

Þinn einasti eini OVER

Eygló sagði...

Þetta var alveg meiriháttar skemmtileg helgi á allan hátt :) Það er svo dýrmætt að eiga svona samrýmda fjölskyldu eins og við erum, og ég er endalaust þakklát fyrir það :) Lov U eeeendalaust, þín uppáhalds Eygló