laugardagur, maí 19, 2007

Þýtur í laufi, bálið brennur

Snarkandi bál

Sjaldan hef ég upplifað þetta á eins áhrifaríkan hátt og í dag. Við vorum í skóginum, þyturinn í laufinu var meiriháttar notalegur og bálið snarkaði þar sem við sátum hringinn í kringum það.
Við frestuðum för á ströndina þar sem það var svo hvasst þar en fórum í Tröllaskóginn og við rákumst þar á tvö tröll sem voru vakandi og við sáum líka mörg tröll sem voru að hvíla sig.
Þessi tvö "tröll" voru vakandi :o)
Þessi steinsváfu sem betur fer :o)
Flottar systur að njóta sín
Eftir að hafa gengið um skóginn þá ókum við að þessu líka frábæra eldstæði og Anette var búin að útbúa okkur með nesti, hafði bakað köku áður en við fórum af stað og svo var hún líka búin að gera brauðdeig sem við svo vöfðum utanum um spýtu og bökuðum yfir eldinum og borðuðum síðan. Krakkarnir og Anette grilluðu sér marsmallows en gamlingjarnir ég, Erling og Óli vorum ekki eins hrifin af því. Meira að segja fannst mér þetta ekki gott þótt ég elski sykurbragðið. En þetta var mjög skemmtilegt og við Erling erum búin að ákveða að koma okkur upp eldstæði bæði heima í Miðtúni og á Föðurlandi.

Frábær stemming þarna við bálið

Dagurinn er sem sagt búinn að vera mjög skemmtilegur og svona til að svala forvitni ykkar þá virkaði flotta klukkan og hún kemur með okkur heim til Íslands, held meira að segja að Erling ætli bara að halda á henni í handfarangri svo hún skemmist ekki.

Á morgun förum við í skoðunarferð á ströndina en í kvöld ætlum við að hafa það huggulegt
hér á fallega heimilinu þeirra Óla og Anette.
Kveðja heim á fallega landið mitt, þangað til næst.........

4 ummæli:

Íris sagði...

Jii, hvað þetta er eitthvað skemmtilegt hjá ykkur!! Væri ekki leiðinlegt að vera þarna!
En gott að þið eruð að njóta ykkar!
Gaman að sjá myndirnar, hlökkum bara til að fá ykkur heim og sjá allar myndirnar og heyra ferðasöguna!!
Þín elsta dóttir
Íris

Eygló sagði...

Algjörlega sammála Írisi systur minni :) Greinilega mjöög skemmtilegt hjá ykkur og það var líka mjööög óvænt ánægja að sjá glænýtt blogg hjá þér með svona skemmtilegum myndum! Greinilegt líka að Hrund og Arna eru að njóta sín og ég gat ekki betur séð en að Hrund væri í nýjum bol ;) Svona tekur maður nú vel eftir! Gaman að fá fréttir! Hafið það gott áfram og við hér á Íslandi hlökkum til að fá ykkur heim :) Þín Eygló

Erla sagði...

Já Eygló og Íris, þið þurfið sko að hlakka til í 4 daga í viðbót til að fá okkur heim..... Hehehehehe.... Arnan

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegt að fylgjast með ferðalaginu hjá ykkur. Maður fær alveg fiðring í magann að skoða myndirnar og lesa um ferðina. Langar helst að fara út sjálfur. Skemmtið ykkur vel það sem eftir er ferðarinnar. Bið að heilsa öllum sem ég Þekki þarna úti.

Kveðja frá tengdasyni.
Björn Ingi