föstudagur, maí 18, 2007

Skemmtilegir dagar




Í Leifsstöð

Hæ öll sömul.
Mig langaði bara að kasta aðeins á ykkur kveðju héðan frá heimili Óla og fjölskyldu hér í Danaveldi. Ferðin hingað gekk mjög vel og ekki var það að sjá á ferðafélögum okkar Erlings að þeim leiddist neitt. Við lentum á Kastrup í gær í mikilli rigningu sem varð til þess að við breyttum aðeins áætlun, tókum sem sagt bílaleigubílinn á flugvellinum og fengum miklu flottari bíl en við vorum búin að panta og það fyrir sama verð.

Þegar við vorum komin yfir á Sjáland fór nú að stytta upp og á Jótlandi var hætt að rigna. Það skríkti í stelpunum yfir öllu sem á vegi okkar varð og það var reglulega gaman að hjá okkur í þessari flottu Volvobifreið sem við vorum á.

Við erum hér í góðu yfirlæti hjá Óla, Anette og krökkunum. Auðvitað var farið í verslunarleiðangur í mollið í dag og skemmtu þær systur sér alveg konunglega. Svo fórum við auðvitað í Antik búðina “okkar” hér rétt utan við Stövring en ég held að við kíkjum alltaf þangað þegar við erum hér. Enda sagði konan við mig, mér finnst ég kannast við þig :o) Við erum að leita að gamalli antikklukku líkt og þessari sem prýðir stofuna í “Húsinu við ána”. Það voru til tvær klukkur þarna, önnur þó fallegri en hin enda eftir frægan klukkusmið. Þar sem hún var nýkomin þá vissi konan ekki alveg hvort hún væri í lagi og það á sem sagt að athuga það í kvöld og klukkan tíu í fyrramálið verðum við þarna og könnum ástandið á klukkunni og ef okkur líst vel á þá komum við heim með aðra klukku sem fer þá í sumarbústaðinn okkar, Föðurland. Gaman að því.

Notalegheit í stofunni

Á morgun ætlum við líka að keyra yfir á ströndina og skoða danskar sveitir í fylgd gestgafa okkar og hver veit nema við förum líka í Tröllaskóginn og athugum hvort tröllin séu heima.

Í dag var 17 stiga hiti hér norður á Jótlandi og gaman að taka svona forskot á sumarið.
Ég held að veðurspáin sé góð, á mánudag þá keyrum við til Kaupmannahafnar og verðum þar fram á fimmtudag. Þar á að bralla margt skemmtilegt saman, skoða söfn, fara í Tívolíið og bara setjast niður á bekki og skoða mannlífið.

Lífið leikur við okkur og ég vona svo sannarlega að þið lesendur mínir eigið góða daga líka. Þangað til næst........

3 ummæli:

Íris sagði...

Jibbý nýtt blogg :) vá hvað ég heyri skrækina í Örnu á myndunum.. Gaman að þessu! Skemmtið ykkur ofsalega vel áfram og ég hlakka svoo til að sjá ykkur og allt sem þið verslið og myndir og svona! Vonandi er klukkan í lagi og þið getið þá keypt hana :) Bestu kveðjur Eygló og Bjössi biður að heilsa :) Vorum að spila Matador systurnar með Bjössa og Karlott, gaman :) Bæ í bili..

Íris sagði...

Rosalega var þetta skemmtielgt surprise :D Bara nýtt blogg! Rosa gaman að fá fréttir af ykkur þarna úti. Ég efaðist nú ekkert um að þið mynduð hafa það gaman :D
Vona að þið njótið ferðarinnar það sem eftir er og svo verður rosa gaman að fá ykkur heim (svona þegar maður má fara að vona að eitthvað fari að gerast ;) hehe

Sjáumst bara hress og kát í næstu viku ;) Veit þið munið skemmta ykkur konunglega næstu daga :D
kv. Íris

Íris sagði...

P.s. fyrsta kommentið var sko frá Eygló ;) Hún gleymdi að skipta um user því hún var sko heima hjá mér hehe :D
bæjó ;)