mánudagur, júní 04, 2007

Nýjar myndir

Það er svolítið skrýtin sú tilhugsun að það sé kominn lítill strákur í fjölskylduna. Stúlka hefði alveg verið jafnvelkomin en auðvitað er gaman að eiga bæði kynin. Því miður var Erling svo upptekinn í dag að hann hafði ekki tíma til að kynna unga prinsinn aðeins fyrir veiðidellunni en það er alveg víst að hann eins og systur hans og frænkur munu eiga eftir að njóta veiðidellu afans og fá að fara með á staði sem hentar þeim. Svo hefur afinn stofnað ísfélag með barnabörnunum og þá er gott fyrir hann að fá dreng með svona aðeins til að rétta kynjahlutfallið af.

Það má greinilega sjá Kotsvip á þessum fríða unga manni

Ég skrapp aðeins eftir vinnu og leyfði systrunum að kíkja á bróðir sinn sem kom heim í dag í öruggri fylgd foreldra sinna. Þær ætluðu samt að gista aðra nótt hjá okkur í “Húsinu við ána” en langaði bara aðeins að sjá bróðirinn áður en við myndum keyra yfir bæði fjöllin til Selfoss eins og Petra Rut segir. Þá á hún við Svínahraun og Hellisheiði. Skýrleiksstúlka á ferð. Hún sagði mér líka að hún væri stóra stóra systir hans og að Katrín Tara væri stóra systir hans :o)
Flottustu mæðgin sem ég þekki

Þarna er stóra stóra systirin að umvefja bróður sinn

Ég tók nokkrar myndir af fjölskyldunni í Háholtinu og nýjasta meðlim hennar. Eins og þið sjáið þá er bláminn aðeins að víkja fyrir eðlilegum húðlit en þessi blámi er ekkert til að hafa áhyggjur af, þetta er víst mjög algengt þegar fæðingin ber brátt að og bláminn hverfur á nokkrum dögum.
Stoltir fallegir foreldrar með fallegu börnin sín


Yndislegastur

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh litli dúlluungi..
hann er svo sætur snúllinn að hann gæti jafnvel verið frændi minn;) haha..
eða þá ömmustrákurinn þinn:D

Well heyrumst seinna - ég ætla að halda áfram að láta sjálfa mig þorna eftir óveðrið;)
-youngsterinn > *ekki með hugann á Íslandi í augnablikinu;)

Nafnlaus sagði...

Já yndislegur er hann og þetta með Kotasvipinn....
Það var einmitt það sem mér fannst við fyrstu sýn, mér fannst hann minna mig á langafa sinn.
-Ekki skrýtið, hann Erling (eldri:)er nú ekkert svo ólíkur honum pabba sínum:)
Gerða

Nafnlaus sagði...

Æ hvað hann er yndislegur á þessum myndum hann Erling Elí og enn æðislegri í eigin persónu. Til hamingju með fyrsta ömmustrákinn elsku mamma, það hlaut að koma að þessu. Hehehehe, Elska þig grilljón mikið... Arna