föstudagur, júní 22, 2007

Hann á afmæli í dag

Sæt hjón, Eygló og Bjössi

Eins og lesendur mínir vita þá er ég svo heppin að tilheyra stórri fjölskyldu og í minni eigin nánustu fjölskyldu þá er ég ættmóðir margra og því eru oft afmælisskrif á síðunni minni og það er einmitt í dag.

Annar tengdasonur minn, hann Bjössi hennar Eyglóar á afmæli í dag, 33 ára kappinn.
Ég kynntist honum fyrst svona að einhverju ráði fyrir rúmu ári síðan og leist ágætlega á hann. Ég spurðist aðeins fyrir um hann hjá fólki sem ég þekki og vissi að þekkti hann betur en ég og það voru alls staðar sömu svörin, hún verður heppin sem fær hann Bjössa því hann er einstakt góðmenni. Fólk vissi ekki afhverju ég var að spyrja en ég var ánægð með svörin. Bjössi hefur síðan sýnt það með viðmóti sínu og framkomu að umsagnir um hann voru ekki orðin tóm. Hann er duglegur strákur, elskar og umvefur Eyglóina sína og þau hjónin eru dugleg og samhent í að koma sér vel fyrir og njóta lífsins. Hann er með veiðidellu eins og tengdapabbinn og Karlott hennar Írisar og þeir hafa nú þegar farið í eina veiðiferð saman tengdafeðgarnir og Bjössi kom heim með eina fiskinn sem kom á land í þeirri ferð :o) Ég er hinsvegar alveg viss um að það var bara fyrsta ferðin þeirra saman en ekki sú síðast.

Bjössi minn, ég óska þér innilega til hamingju með daginn, hlakka til að kynnast þér enn betur og bið Guð að blessa þig ríkulega í leik og starfi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir afmæliskveðjuna :)
Það er sko satt með veiðiferðina hún var sko ekki sú síðasta. Fékk nefnilega veiðistöng og veiðihjól frá Eygló í afmælisgjöf. Það verður gaman að fara prófa hana í næstu veiðiferð. Sjáumst á morgun í afmæliskaffinu í Vesturberginu.

Kveðja
Björn Ingi