miðvikudagur, apríl 05, 2006

Selfoss heillar........

Einn af mörgum bekkjum meðfram ánni


Aðeins upp með ánni í átt að skógræktinni

Bekkurinn rétt fyrir neðan húsið okkar

Glæsilegt ekki hægt að segja annað

Þetta útsýni blasti við okkur og heillaði mig


Við fórum austur á Selfoss á sunnudaginn enda hafði ég ekki séð “Húsið mitt við ána” í alltof langan tíma. Það er enn jafn flott og mig minnti og ég er orðin mjög spennt að flytja þangað í sveitasæluna. Við tókum nokkrar myndir og þið sjáið þær hér fyrir ofan textann. Þið skiljið líklega hvað ég átti við þegar við komum þangað fyrst og stoppuðum fyrir utan húsið og áin blasti við í öllu sínu veldi. Þvílík fegurð. Petra frænka mín og Hallur maðurinn hennar ásamt börnum búa í næstu götu og ég hlakka til að kynnast þeim betur.

Við brenndum síðan austur í Kot og heimsóttum Hansa og Auju og áttum góða stund með þeim en höfðum síðan ekki tíma til að kíkja á vini okkar Gylfa og Christinu þannig að við förum bara bráðum aftur austur að kíkja á eigur okkar og vini.

Það er búið að vera mjög mikið að gera í vinnunni hjá mér enda skiladagur á virðisaukaskatti í dag og því þurfti að vera búið að skrá bókhald fyrir öll fyrirtækin okkar svo upphæðirnar myndu ligga fyrir í dag. Það tókst auðvitað.....

Erling er á kafi í ritgerðarsmíð og síðan er prófalesturinn líka að spilla fyrir honum deginum en það er samt alveg ótrúlegt að þessi þrjú ár séu að verða búin. Ég er svo ánægð hvað allt hefur gengið vel hjá honum og hvað honum finnst þetta skemmtilegt.

Jæja, ég ætla að hætta núna við Erling ætlum að skreppa og kveðja vini okkar Heiðar og Sigrúnu en þau eru að fara til Spánar til að njóta lífsins þar um páskahátiðina. Gott hjá þeim en ég er samt hrædd um að þeim leiðist fyrst þau njóta ekki nærveru okkar Erlings á meðan.........Heyrumst seinna.....

1 ummæli:

Hafrún Ósk sagði...

Vá !! flott hús, til hamingju með það... :D
Geggjaður staður !!
- og hálfnuð í sveitina bara heima hjá sér áður en maður legur af stað - það er ekki dónalegt.
kveðja
Hafrún