sunnudagur, apríl 09, 2006

Pabbi á afmæli í dag.....hann lengi lifi


Í stórri fjölskyldu eins og ég er svo heppin að tilheyra eru mjög oft haldnar afmælisveislur og það er alveg meiri háttar gaman. Við erum þannig systkinin að við sleppum ekki svona tækifærum til að hittast og í dag var einn svona dagur.
Það var ættfaðirinn hann pabbi minn sem í dag fyllir enn eitt árið og í þetta sinn í 67. skiptið.

Við vorum þvi samankomin í húsi foreldra okkar í dag systkinin og með okkur voru auðvitað makar og börn ásamt öllu þeirra föruneyti. Erling var að vísu ekki með mér í þetta skiptið þar sem stíf prófa- og verkefnaskilatörn er tekin við og verður næstu fimm vikurnar. Þetta var samt mjög skemmtilegur dagur, mikið hlegið og gert góðlátlegt grín að hvert öðru eins og vera ber. Það er skemmtilegt þegar það meiðir engan.

Pabbi var óþreytandi að bjóða okkur meira af veitingunum, sækja meira gos og spyrja hvort okkur vantaði ekki eitthvað. Eins og sjá má á okkur þá erum við dugleg að gæta þess að fá nóg að bíta og brenna og þvi voru þessar áhyggju föður okkar alveg óþarfar.

En hann er svona hann pabbi minn, alltaf að hugsa um við höfum nóg af öllu, og ber mikla umhyggju fyrir okkur. Ef við erum á ferðalagi á milli staða þá fylgist hann með að við séum komin á áfangastað og það sama gildir um þegar barnabörnin hans eru að ferðast með sínar fjölskyldur. Hann er ekki rólegur fyrr en hann veit af okkur komin á leiðarenda. Þegar farið er til útlanda þá kemur hann og ekur uppá flugvöll og ef brottför er snemma dags þá þarf ekki að hafa áhyggjur af að sofa yfir sig því hann hringir og vekur okkur líka. Mér þykir mjög vænt um þetta og gott að vita að það er einhver sem fylgist með ferðum okkar.
Ef einhver fjölskyldufaðirinn á einhverju heimilanna er fjarverandi þá hringir hann til að athuga hvort það sé ekki örugglega allt í lagi með konuna og börnin og þá skiptir engu hvort konan er dóttir hans eða tengdadóttir og þannig á það að vera því við erum öll ein stórfjölskylda.

Elsku pabbi minn, ég vil óska þér innilega til hamingju með daginn og bið þér Guðs blessunar um ókomin ár og gangi þér vel í veiðitúrunum sem framundan eru. Það eru bara 5 vikur til 15. maí og þá verður fyrsta ferðin farin, er það ekki annnars...... :o)

Takk fyrir samveruna í dag elskurnar mínar, samvera við ykkur er mér mjög dýrmæt og meira virði en margt annað...sjáumst hress í næsta afmæli sem er bara eftir 3 daga, gaman að því..

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með hann afa, það er gott að eiga hann að:):) Sjáumst svooo... Þín Arna