föstudagur, apríl 21, 2006

Gleðilegt sumar

Tekið á annan í páskum, við Hrund á bekknum "okkar" rétt fyrir neðan "Húsið við ána"

“Það er greinilega komið sumar” sagði Hrund við mig í gær, rigningin er mætt. Jú sumardagurinn fyrsti var í gær eins og þið vitið auðvitað og sumarið heilsaði okkur fallega með fullt af skemmtilegum og góðum fyrirheitum.

Ég hlakka svo til sumarsins, þetta er svo skemmtilegur tími og ég ætla að njóta hans í botn. Við munum ekki ferðast eins mikið um landið okkar fagra þetta árið eins og svo oft áður því við pöntuðum okkur ferð til Spánar í febrúar sl sem verður farin í ágúst og síðan ætluðum við líka að ferðast um landið með tjaldvagninn okkar góða en húsakaup hafa aðeins breytt þeim áætlunum og það er ekkert nema frábært. Við ætlum samt að eyða nokkrum helgum á Fitinni, sumarbústaðalandinu okkar og vera með vagninn þar.

Við fáum "Húsið við ána" afhent 1. júní og ég hlakka svo til að flytja þangað og þegar við hjónin förum að breyta því smátt og smátt eftir okkar smekk. Við stefnum á að flytja um þjóðhátíðarhelgina því Erling ætlar að mála það allt áður. Þannig að 17. júní kaffið verður í Miðtúni 22 á Selfossi fyrir þá vini og vandamenn sem koma og hjálpa okkur að flytja :o)

Svo er Erling að reyna að fá mig til að koma með sér í veiðitúr, hann vill kenna mér að njóta þess að vera við árbakkann og veiða fisk. Ekki er ég nú viss um að ég hafi þolinmæði til þess en kannski ég gefi því tækifæri, hvað finnst ykkur að ég ætti að gera?
Ég er mikið náttúrubarn og finnst Ísland fallegast land í heimi og kannski er þetta gaman.

Á annan í páskum sagði ég ykkur að ég ætlaði að brjóta loforð mitt gagnvart Erling og reyna að draga hann með mér í bíltúr austur. Hrund var ekki búin að sjá "Húsið við ána" og tími til kominn að sýna henni nýja tilvonandi heimilið okkar. Mér tókst að draga Erling með mér og ég held að hann hafi bara haft gott af því að komast aðeins út og fá ferskt loft í lungun. Hrund leist vel á húsið sem betur fer :o) Bíltúrinn var skemmtilegur og við keyptum okkur ís í Olís stöðinni eins og við erum vön að gera þegar við keyrum þar framhjá. Ég er hrædd um að danski kúrinn fari fyrir lítið ef við hættum ekki þeirri venju fljótlega.

Talandi um danska kúrinn þá viðurkennist það hér með að ég hef verið að fylgja honum eftir “með hálf hangandi hendi” en þar sem byrjunin er alltaf að viðurkenna mistök sín og misgjörðir þá geri ég það hér með og er byrjuð að fara eftir honum nákvæmlega þannig að endilega fylgist með henni Viktólínu hér að ofan og ég vona og trúi að hún fari nú að þokast hraðar til hægri.

Erling er búinn að heita mér mjög veglegum verðlaunum þegar 20 kílóa múrinn fellur og ég hlakka mjög til og það er mjög hvetjandi. Ég segi ykkur kannski seinna hvað það er.

Njótið góða veðursins og lífsins......þangað til næst

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt sumar elsku mamma mín! Og enn og aftur til hamingju með húsið við ána! það er alveg meiriháttar fallegt og ég hef nú einu sinni séð að og alles! Það verður gaman að kíkja í kaffi 17.júní sem og að hjálpa ykkur að flytja! Hafðu það svo ýkt gott sæta mín og ég fylgist spennt með viktolínu þinni :) Lov U grilljón, þín uppáhalds Eygló

Nafnlaus sagði...

Halló og góðan daginn bara!! Auðvitað áttu að leyfa Erling að kenna þér að njóta þess að sitja á bakkanum með stöngina, ég veit að það er fátt sem jafnast á við það og ég samgleðst ykkur innilega með eð vera með þannig aðstæður við nýja húsið. Blessjú.
Hrafnhildur