sunnudagur, janúar 29, 2006

Erla bókari

Klukkan var átta á fimmtudagskvöldi þegar heimasíminn hringdi og Eygló sem var stödd heima svaraði fyrir mig. Þegjandi rétti hún mér símann og ég tók við honum frekar pirruð því mér leiðast svo þessir sölumenn sem eru alltaf að reyna að prangra einhverju inná mig.

Halló, sagði ég frekar þurr á manninn og í hinum endanum heyrðist; Erla, sæl ég heiti……. og aftur sagði ég með sömu þurru röddinni, já. Var næstum búin að segja honum að ég vildi ekki kaupa neitt, þegar hann sagðist reka bókhaldsstofu og væri með umsókn frá mér um bókarastarf. Ég bað hann afsökunar á kuldalegu svari mínu og sagði honum frá leiða mínum á sölumönnum sem gjarnan hringja á þessum tíma dag, þ.e. rétt eftir kvöldmat. Hann hló við og virtist skilja mig fullkomlega.

Í stuttu máli sagt, þá sagði hann að margir hefðu sótt um starfið en hann vildi gjarnan hitta mig daginn eftir ef ég gæti. Ég fór svo og hitti hann kl eitt í gær og eftir klukkutíma samtal um starfið, kosti mína, launakjör og sameiginlegan áhuga okkar á dvöl á suðrænum slóðum þá spurði hann hvenær ég gæti byrjað.

Mánudaginn 30. janúar mun ég mæta á skrifstofuna hans kl 9:00 og ég ræð vinnutíma mínum mikið sjálf, þarf bara að bera ábyrgð á að sinna mínum viðskiptavinum og skila tímaskýrslunni minni einu sinni í mánuði, en rétt er samt að taka fram að þetta er fullt starf en mjög þægilegt að geta hliðrað til ef þarf.

Við verðum fjögur sem vinnum þarna og ég er bara spennt. Ég trúi því að þetta sé bænasvar, að Guð sé að leiða mig í þessa vinnu og við hér með þakka honum fyrir það.

Nú er laugardagskvöld, Eurovision og Stelpurnar búnar í sjónvarpinu og Erling er eitthvað að stússast í eldhúsinu. Hann er að fara að grilla humar, ummmmmmm

Mikill hvítlaukur, I love it…..þangað til næst.....

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja starfið mín kæra! Ég er mikið búin að hugsa til þín með þetta. Guð er góður, klikkar aldrei.
Kveðja Hrafnhildur

Íris sagði...

Innilega til hamingju mamma!!! Mér finnst þetta alveg meiriháttar!!! Mikill léttir fyrir ykkur!
Þín Íris

Erling.... sagði...

Til hamingju með þassa fínu vinnu elskan mín. Ég veit að þínir góðu hæfileikar munu njóta sín vel í þessari talnasúpu.

LU þinn Erling

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju kæra mágkona!!
Gerða

Kletturinn sagði...

Innilega til hamingju. Kær kveðja Kiddi Klettur

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Erla mín með nýju vinnuna. Eflaust léttir að hafa einhvað fast að gera vera ekki að bíða endalaust eftir svari. Allt kemur þetta í róleigheitunum. Guð vinnu erftir sinni áætlun ekki okkar. Aftur til hamingju.
Nanna

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með nýju vinnuna elsku systir mín.
k.kv. Teddi

Nafnlaus sagði...

Sæl og hjartans þökk fyrir síðast. Fann síðuna þína strax og hef dundað mér við að skoða síður fjölskyldumeðlimanna og hef haft mjög gaman af! Til hamingju með nýju vinnuna og skilaðu kveðju til Hrundar, það var bara gaman að hafa hana með :-)
Kveðja,
Guðrún Finnbjarnar

Nafnlaus sagði...

Æðislega mikið til hamingju með nýju vinnuna sæta mamma mín :) Þau eru ekkert smá heppin að fá þig í vinnu! Hafðu það ávallt gott! Þín einasta Eygló