mánudagur, febrúar 06, 2006

Sá danski....

Þá er fyrsta vinnuvika liðin og ný byrjar í fyrramálið. Þetta hefur bara gengið vel, vinnuveitandinn er þolinmóður og gefur mér góðan tíma til að komast inn í verkefnin sem ég á að sinna. Ég hef aðeins kynnst annarri af tveimur samstarfskonum mínum á skrifstofunni en hin hefur verið í fríi en ég mun hitta hana á morgun. Mér líst bara vel á
þessa sem hefur verið með mér þessa vikuna, hún er mjög almennileg og segir mér líka að hin sé frábær.

Þær hafa báðar unnið þarna í mörg ár og ég er fyrsta manneskjan sem byrja ný í fyrirtækinu í mörg ár. Það segir mér bara að það sé mjög gott að vinna fyrir eigandann.
Það eru því bara spennandi að kynnast þessu betur og læra betur á þetta.

Að allt öðru. Þið hafið eflaust tekið eftir fína borðanum mínum hér efst á síðunni minni.
Enn einu sinn ætla ég að legga til aðlögu við aukakílóin og að þessu sinni ætla ég að prófa hinn margfræga “danska kúr”. Reyndar byrjuðum við Erling bæði að fara eftir honum þegar við komum heim frá Kanarí og Erling er búinn að ná meiri árangri en ég
Hann hefur misst 4,5 kíló en sagan segir að kallar nái meiri árangri en konur á sama tíma. Ekki veit ég nú afhverju en svona er þetta bara.

Verið nú dugleg að hvetja mig áfram, setja inn komment og góðar ráðleggingar eru alltaf vel þegnar. Ella systir er reyndar búin að vera mjög dugleg að fara eftir þessu og er alltaf að senda mér uppskriftir og bjóða mér yfir til sín að prófa eitthvað nýtt sem hún hefur gert og ég er mjög þakklát fyrir það. Maður má meira að segja fá sér ís (sérbúinn til) en hann er mjög góður og fyrst þegar ég smakkaði hann fannst mér að ég væri að svindla en svo var ekki.

Jæja lesendur mínir, klukkan er farin að ganga eitt eftir miðnætti og Erling var að kalla og athuga hvort ég ætlaði ekki að fara að mæta á minn stað í rúminu, þ.e. í fangið á honum.
Ég stenst nú ekki svona...........þangað til næst........farið vel með ykkur og njótið lífsins.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábær árangur hjá þér...12.5% búin
Húrra fyrir þér...
Sirrý litla

Íris sagði...

Sammála Sirrý!
Þetta er rosa flott og hefst með sjálfsaga og þrautsegju ;) Ekki gefast upp eins og sumir sem ég þekki eiga auðvelt með að gera!!

Heidar sagði...

Takk fyrir að stöðva frásögnina á réttum tímapunkti.