fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Thea er komin heim

Mikið varð ég glöð og hissa sl þriðjudagskvöld heima hjá Tedda og Kötu. Við vorum þar systkinin ásamt flestu af fólkinu okkar því ætlunin var að borða saman snarl og bara eiga skemmtilegt kvöld saman. Við vorum öll sest inn í stofu og Teddi var búinn að bjóða okkur að gjöra svo vel nema hvað.......birtist ekki Thea mín bara öllum að óvörum í stofunni og með henni var paragvæski kærastinn hennar og við sem héldum að hún væri enn í mörg þúsund kílómetra fjarlægð frá okkur.

Þau höfðu komið til Íslands laust eftir miðnætti kvöldið áður og það var búið að vera mikið leynimakk á fjölskyldunni í Fellsmúlanum vegna komu þeirra. Þeim tókst að koma öllum að óvörum en voru svo hugulsöm að vera búin að koma því þannig fyrir að Hrund var heima hjá þeim “að passa” þegar þau komu heim frá Keflavík og ég hef það eftir Tedda að það hafi verið óborganlegt að verða vitni að óvæntum endurfundum þeirra frænkna.

Það er gott að Thea er komin heim aftur og við eigum eftir að kynnast kærastanum sem heitir Juan Carlos (held að þetta sé rétt skrifað). Hann virðist alveg ágætur en talar því miður bara spænsku.

Ég vil nota þetta tækifæri og bjóða hana velkomna heim og hann velkominn til Íslands og vona að honum eigi eftir að líða vel hér þótt hann sé fjarri fólkinu sínu.

Annars gengur lífið bara sinn vanagang hjá mér. Mér gengur bara vel í vinnunni og er að komast inn í þetta allt saman. Ég er fljót að læra númerin á bókhaldslyklunum og mér finnst gaman að vinna með alla þessa pappíra. Svo eru stelpurnar sem ég vinn með ósköp indælar og gott að spyrja þær um allt sem ég þarf að vita. Eigandinn fór til Kanaríeyja fljótlega eftir að ég byrjaði þannig að ég hef ekki kynnst honum mikið en þær bera honum afar góða sögu.

Danski kúrinn gengur vel hjá okkur Erling og það er frábært. Við erum búin að panta okkur ferð til Spánar í ágúst og okkur langar til að vera búin að minnka vel áður. Það eru reyndar allar líkur á að Erling verði búinn með sitt takmark þá því nú þegar er hann búinn að losa sig við 7 af þeim 15 kílóum sem hann ætlar að losna við. Eins og þið sjáið hér að ofan þá eru farin 5 af 20 aukakílóum hjá mér en ef þetta heldur svona áfram þá ætti ég að verða búin líka í ágúst. Allavega komin mjög langt áleiðis.

Nú er helgin framundan og ég hlakka til hennar. Veit að hún verður góð því ég ætla að hafa hana skemmtilega. Svo eigum við Erling bráðum brúðkaupsafmæli, 28 ár, og það verður spennandi að sjá hvað við gerum til hátíðabrigða. Þið munið hvað ég sagði ykkur um daginn, Erling segir að það sé enginn jafn duglegur og ég að finna tilefni til að halda uppá eitthvað en ef þetta er ekki alvöru tilefni þá veit ég ekki hvað.

Fylgist svo með bláu vigtinni minni, hvort hún færist ekki jafnt og þétt til hægri......verið dugleg að kommenta á mig og hvetja mig áfram

Þangað til næst...........

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ elsku mamma og til hamingju með 5 kílóin. Alltaf gaman að ná fyrsta áfanga og svo öðrum og þriðja..... Gangi þér vel áfram.... Þín uppáhalds, Arna

Íris sagði...

Já innilega til hamingju með 5 kílóin! Hvernig ætlaru að verðlauna þig?? Alveg nauðsynlegt að verðlauna sig eftir svona áfanga!! ;)

Nafnlaus sagði...

Halló Erla mín,
Mikið ertu dugleg að berjast við aukakílóin. 'Eg veit að þú nærð markmiðinu fyrir águstferðina.
Þú spurðir mig um dagin hvort ég ætti hundinn sem ég væri að viðra í háteiginu. Þá verð ég að segja því miður á ég hann ekki en mundi alveg vilja það hann er yndislegur. Svo var hann að verða pabbi kærasta átti 8 pínulitla hvolpa í gær og var að vonum voða þreitt mamma þegar ég fór að skoða hvolpanna. Mig langar í ein af gotinu en hef ekki öruggt húsnæði til að ala upp Labrador hund.
Jæja nóg um hunda.
Gangi þér vel í nýju vinnuni og öllu sem þú tekur þé fyrir hendur
Kveðja
Nanna Þórisdóttir