þriðjudagur, apríl 21, 2009

Ég er í sjokki.....

Við Erling settumst áðan fyrir framan sjónvarpið og horfðum á þátt sem heitir Börn til sölu. Þátturinn fjallar um mansal, barnarán og kynlífsþrælkun í Kambódíu í kjölfar mikillar þjóðarmorða sem voru framin þar á áttunda áratugnum.

Fjöldi fólks, börn og fullorðnir, vinna á öskuhaugunum og mér fannst alveg hrikalegt að sjá myndirnar sem sýndu fólkið hópast að þegar öskubílinn kom í von um að finna fyrstur eitthvað til að nýta sér og safna því saman í poka. Ef vel gengur ná þau að skrapa saman "verðmætum" fyrir 1-2 dollara á dag og því er það of mikil freisting fyrir fátæka og skulduga foreldra þegar þeim er boðið allt að 1000 dollarar fyrir dæturnar en svona "mikið" fæst fyrir þær ef þær eru fallegar. Svo er líka mjög algengt að börnum og þá sérstaklega stúlkubörnum sé rænt og þær sjást yfirleitt aldrei aftur.

Í þættinum var viðtal við unga stúlku (barn) sem amma hennar hafði selt í kynlífsþrælkun en hafði tekist að flýja og var í endurhæfingarbúðum sem hjálparsamtök hafa komið á laggirnar. Hún lýsti reynslu sinni og svo sagði hún að draumur hennar væri að eignast húsaskjól, hún þyrfti ekki önnur föt en þau sem hún var í. Annar sagðist ekki hafa fengið vatnssopa þann daginn þrátt fyrir að vera þyrstur, sá var að vinna á öskuhaugunum. Fleiri ömurlegar sögur voru sagðar sem ég endurtek ekki hér.

Á Íslandi eiga flestir húsaskjól, nóg af fötum og hreint rennandi vatn í krönunum, er ekki mál að hætta að kvarta um kreppu og njóta alls þess góða sem okkur er úthlutað af náttúrunnar hendi. Við erum lukkunnar pamfílar, Íslendingar......

Engin ummæli: