sunnudagur, desember 03, 2006

Katrín Tara afmælisbarn


Hún er mjög fjörug og skemmtileg, uppátektarsöm með afbrigðum og lætur hafa fyrir sér, ákveðin og veit svo sannarlega hvað hún vill en brosið hennar.......blikið í augunum......ískrið í henni þegar henni þóknast að koma og knúsa ömmu sína, algerlega ómótstæðileg lítil dama sem á afmæli í dag.

Já það eru tvö ár síðan hún leit dagsins ljós, snemma morgun 3.desember fengum við Erling símhringingu sem við vorum búin að bíða eftir, Íris var í símanum og sagði okkur að þau Karlott væru búin að eignast dóttur og hún héti Katrín Tara. Petra Rut hafði gist hjá okkur um nóttina og þegar hún fékk fréttirnar þá sagði hún bara, nú á ég líka litla systur eins og Danía Rut.

Á föstudaginn var þá fékk ég að sækja þær systur á leikskólann og taka þátt í foreldrakaffi þar sem Íris og Karlott voru upptekin í vinnu og prófi. Fyrst fór ég til Petru Rutar og drakk með henni og hún sýndi mér myndir og fleira. Svo fórum við saman á deildina hennar Katrínar Töru og það var svo gaman þegar hún sá mig. Hún hentist niður af stólnum, hljóp í fangið á mér en vildi svo fara strax aftur. Þá rauk hún að hjólaborði sem á var kakó og fullt af bollum, tók eitt óhreint glas, enda hvað skiptir það máli, rétti mér og benti á kakókönnuna. Ég átti sem sagt að drekka með henni, ég reyndar skipti um glas svo lítið bar á og við Petra Rut fengum okkur aftur kakó.
Þetta var svo gaman..........mikil forréttindi að eiga þessar litlu skottur.

Elsku Katrín Tara mín, innilega til hamingju með afmælisdaginn þinn, ég bið Guð að vaka yfir hverju þínu spori. Þú ert alger Guðs gjöf inn í líf okkar eins og systir þín og litlu frænkurnar þínar. Ég elska þig meira en orð fá lýst og hlakka til að koma í afmælisveisluna þína.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku amma!
Takk fyrir afmæliskveðjuna til mín! Hlakka til að sjá þig í veislunni sem mamma og pabbi ætla að halda fyrir mig.
kv. Katrín Tara 2 ára :D