þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Það er ekki hægt annað en segja.........

..........að síðasta vika hafi verið viðburðarrík hjá mér.

Miðvikudagskvöldið var einstaklega vel heppnað. Við vorum 13 alls, því miður þá veiktist Dúdda frænka og komst ekki með okkur og við söknuðum hennar. Sigrún og Ásta voru reyndar ekki heldur með okkur núna, voru erlendis að sinna öðru en vonandi verða þær með okkur næst. Við söknuðum þeirra líka. Bleika þemað okkar var augljóst þegar litið var yfir hópinn og ekkert nema gaman að því. Lækjarbrekka stóð svo sannarlega fyrir sínu, það er alltaf jafn notalegt þar og svo var einnig þetta kvöld. Þjónarnir lögðu sig alla fram um að dekra við okkur og sjá um að okkur skorti ekki neitt. Maturinn var frábær og nóg af honum og eftirréttirnir ummmmmm.
Svo opnuðum við pakkana okkar og innihald þeirra eins misjafnt og við erum en ég held að allar hafi verið ánægðar með sitt.

Eftir eitt ár stefnum við á að fara saman til Ameríku og ég vona svo sannarlega að það verði af því, við erum víst svo skemmtilegur hópur að það verður örugglega mjög gaman hjá okkur þar líka.

Á föstudaskvöldið fór svo áttmenningafélagið saman út að borða en það höfum við gert árlega í, að ég held, 17 eða 18 ár og það er mjög skemmtilegur siður. Í áttmenningafélaginu erum við Erling, Barbro og Siggi, Gylfi og Christina og svo María og Svanur. Að þessu sinni fórum við á Oliver og ég verð bara að segja að ég mæli alls ekki með staðnum fyrir þá sem vilja fara og eiga skemmtilega stund með vinum sínum yfir góðum mat. Maturinn var að vísu góður og mátti nú alveg vera það því við biðum hátt í tvo klukkutíma eftir honum í ærandi hávaða, það var vonlaust að reyna að halda uppi samræðum við vini sína. Það var jú hægt að tala við þann sem sat við hliðina á manni en þar með var það upptalið. Oliver er kannski flottur staður til að fara á djammið en hentaði allavega ekki mér og mínum ekta manni. Eftir matinn fórum við hins vegar heim til Maríu og Svans og þar var allt annað uppi á teningnum. Það áttum við skemmtilegt samfélag yfir góðum kaffibolla, frábærri köku sem María bjó til og tónlistin var alveg að mínu skapi, Eric Clapton, góður.

Ekki var nú öll skemmtun upptalin því á laugardagskvöldinu hélt Hansi mágur minn uppá 60 ára afmælið sitt með flottri veislu austur í Fljótshlíð og Erling tók að sér að stýra veislunni. Honum tókst mjög vel upp með það, gerði það faglega og vel en samt var allt á léttu nótunum, brandarar fuku og boðið var uppá ýmis skemmtiatriði m.a. sungu systkinin brag um Hansa við harmonikuundirleik Sigga hennar Gerðu. Hansi var ánægður og gestirnir líka og þá er tilganginum náð. Við höfðum tekið á leigu lítið sumarhús á sama stað og veislan var haldin og það var mjög notalegt að geta bara farið þangað og sofið í stað þess að keyra suður um miðja nótt.

Við tókum samt daginn snemma því það var mikill lestur sem beið Erlings en hann fór í tvö próf í gær með aðeins klukkutíma milli bili og hvort próf var í 4 klukkutíma. Það var því lúinn og þreyttur maður sem kom heim til mín á sjöunda tímanum í gærkvöldi óviss um hvernig honum hafði gengið en lét þau orð falla að það væri óskynsamlegt að taka tvö próf sama daginn í lagadeild en svona var þetta bara sett upp.

Við enduðum gærdaginn á að kíkja á vini okkar Sigrúnu og Heiðar sem voru að koma frá Spáni. Það er alltaf jafn gaman að eyða kvöldstund með þeim.

Njótið aðventunnar vinir……

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það er greinilega nóg að gera hjá þér mamma. En það er betra en að hafa ekkert að gera:):) Eigðu nú góðan síðasta vinnudag og njóttu svo að undirbúa jólin í ENGU stressi. Hlakka svo til að koma í heimsókn þegar þú ert búin að skreyta, það er svoooo gaman að sjá allt flotta jóladótið sem þið pabbi eigið. Heyrumst og sjáumst... Arnan þín!!! P.S og takk fyrir síðast, þú ert æði!!!!

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta mamma mín :) Eigðu góðan dag í vinnunni í dag, síðasti vinnudagurinn hjá Verkvangi og það verður spennandi að fylgjast með ferlinu að næstu vinnu :) Hlakka til að hittast og baka og bralla ýmislegt jólalegt saman :) Lov U og við sjáumst kannski í kvöld :) Þín Eygló, og ég er sammála Örnu með að þú ert ÆÐI... ;)

Íris sagði...

Hæ hæ ;)
Bara minna á að það er kominn 4.des ;) Kominn tím á nýtt blogga;)
Sjáumst kannski í dag!!