mánudagur, nóvember 14, 2005

Klukk

Jæja, þá er bæði búið að klukka mig og kitla og hér er klukkið en kitlið kemur aðeins seinna.

1. Hvað er klukkan? 17:59

2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Erla Kristín Birgisdóttir

3. Hvað ertu kölluð? Erla, sumir vinir mínir kalla mig Perla en Erling kallar mig krúttlu en það er hans einkaleyfi, ég svara engum öðrum því

4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni? Ekkert kerti

5. Hár? Mjög fallegt, svart og senjorítulegt enda er ég örugglega smá spænsk

6. Göt? Þessi sem við fæðumst öll með og svo fjögur auka í eyrunum

7. Fæðingarstaður? Reykjavík

8. Hvar býrðu? Reykjavík

9. Uppáhaldsmatur? Get ekki gert upp á milli alls þess góða sem Erling eldar en þegar hann býður í tveggja manna partý heima með öllu tilheyrandi……..ummmmmm

10. Einhvern tímann elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta? Nei minnir ekki, það er engin ástæða til að gráta yfir honum Erling

11. Gulrót eða beikonbitar? Beikonbitar, nema hvað

12. Uppáhalds vikudagur? Föstudagur og líka laugardagur, föstudagskvöld eru svo uppáhalds kvöldin mín

13. Uppáhalds veitingastaður? Argentína og Caruso, fer eftir buddunni

14. Uppáhalds blóm? 3 rauðar rósir af óvæntu tilefni, klikkar ekki

15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? Horfi ekki á íþróttir

16. Uppáhalds drykkur? Pepsi max

17. Disney eða Warner brothers? Blanda af báðum

18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? Nings

19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Ekkert teppi á gólfinu en rúmteppið er beislitt og mjög fallegt

20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? Kiddi bróðir

21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? Annað hvort í Húsgagnahöllinni eða Tekk vöruhús

22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Horfi á imbann en sem betur fer leiðist mér ekki oft

23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Hef ekki hugmynd, ekkert sérstakt

24. Hvenær ferðu að sofa? Yfirleitt um miðnætti, alltof seint :o(

25. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? ???????????

26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki???????????????????

27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Fyrir Kötu mágkonu mína segi ég íslenski bachelorinn en svona í alvöru þá er það Fólk með Sirrý og Judging Amy

28. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Erling

29. Ford eða Chevy? Musso ekki spurning

30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 12 mínútur

Njótið þess svo bara að vita allt þetta um mig....

3 ummæli:

Íris sagði...

Frábært að þú skulir taka klukkinu ;) Og gaman að lesa þetta!!

Nafnlaus sagði...

Gaman að þið pabbi skylduð láta klukkast:):) Þetta var skemmtileg lesning, það verður svo gaman að lesa kitlið. Veit ekki hvort ég legg í það:):) Sjáumst vonandi sem fyrst, Arnan Þín:)

Nafnlaus sagði...

Hey geðveikt gaman að lesa þetta!! Þú ert svo fyndin varðandi Bachelorinn!!!! Lov U endalaust... Þín Eygló sem er "flutt að heimn"!! ........