sunnudagur, nóvember 06, 2005

4ra****hótel á Puerto Rico eða Maspalomas????

…..þegar ég kom heim úr vinnu sl föstudag þá var aldrei þessu vant enginn heima.
Erling hafði tekið að sé einhverja smíðavinnu og var ekki kominn heim. Tilfinningin um helgarfrí framundan var frábær og ég hellti uppá könnuna og settist síðan niður og fletti blöðunum. Klukkutíma seinna kom Erling heim. Ég sá á honum að honum lá eitthvað á hjarta og þar sem hann hikar nú aldrei við hlutina ef hann hefur ákveðið eitthvað sagði hann án fyrirvara; Ég ætla að fara með þig til Kanaríeyja í janúar, líst þér ekki vel á að við höldum uppá afmælið þitt þar?

Forsaga málsins er sú að við höfðum verið að spá í að fara með vinum okkar, Sigrúnu og Heiðari, til Danmerkur í desember og upplifa þá einsöku jólastemmingu sem þar er fyrir jólin. Við fórum þangað fyrir þremur árum og það var einstakt, jólastemmingin í Tívolíinu og lyktin af brenndum möndlum á Strikinu er ómótstæðilegt.

Nú stóð til að endurtaka þann leik en af ýmsum ástæðum var, núna rétt fyrir helgi, ákveðið að fara ekki þetta árið. Erling verður ekki búinn í prófum fyrr 12. desember og Sigrún og Heiðar upptekið fólk og við náðum ekki að púsla þessu saman. Ég var nú frekar svekkt enda eru ferðalög eitt það skemmtilegasta sem ég veit.

Þess vegna kom það mér mjög skemmtilega á óvart að sá möguleiki hafi komið upp að fara til Kanaríeyja. Við fórum að velta fyrir okkur á hvaða hóteli við ættum að vera og niðurstaðan var sú að í gærkvöldi sagði Erling við mig; Erla mín, mig langar að fara með þig á virkilega fínt hótel, það hæfir þér best og nú stendur valið á milli þess að vera á 4ra **** hóteli á Puerto Rico, glæsihótel hátt uppi í hlíðum með frábæru útsýni eða á 4ra**** hóteli á Maspalomas og er alveg við ströndina.

Ég er alveg í skýjunum með þetta og velti stundum fyrir mér hvernig ég fór að því að ná í þennan meiriháttar mann…..hann er flottastur og ég elska hann.

En hvaða stað og hótel ættum við að velja??????????????
Hver er ykkar skoðun????????????

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef ekki hugmynd hvaða hótel þið ættuð að velja!! Hef ekki mikla (enga) reynslu af Kanarí... En þið eigið bæði allt það besta skilið og að vera á sem flottasta hótelinu :) Gott að þið eruð svo mikið að njóta lífsins!! Lov U böööns.. Þín Eygló.. Ji hvað það verður gaman hjá ykkur... Þú : muna að kaupa e-ð flott handa mér á geggjaða markaðnum!!! ;) blikk blikk........

Íris sagði...

Ef ég hefði einhverja hugmynd um hvernig hótel þetta eru þá myndi ég segja þér hvað mér fyndist ;) En þar sem ég hef aldrei komið til Kanarí þá segi ég bara skemmtið ykkur svaka vel og komið endurnærð til baka!!!

Nafnlaus sagði...

Halló Erla mín
'Eg mundi velja Ruerto Rico. Jú vegna þess að það eru nýrri hús þar og útsýnið er mjög gott. Það er alltaf hægt að fara niður á ströndina og vera þar, en ekki alltaf hægt að njóta fallegs (veit að þetta er vitlaustbæði f-ú)útsýnis.
Nanna Þórisdóttir

Nafnlaus sagði...

Elsku Erla mín
Ég ætlaði ekki að mæla með einhverju sem heitir Ruerto Rico enda Rureto ekki til í spænsku. En það vantar stafsetnigar genið í mig, þú veist. Þetta á að vera PUERTO RICO sem ég mæli með.
Kær kveðja
Nanna

Nafnlaus sagði...

Ég myndi velja Puerto Rico. Það er fallegri staður að vera á og eins og Nanna sagði þá er útsýnið þar alveg einstakt. Það er svo alltaf hægt að leigja sér bíl og skella sér á markaðinn í Maspalomas. Til hamingju með ferðina og njótið þess í botn.

Nafnlaus sagði...

Elsku Erla!

Það er GULLS ÍGILDI að eiga góðan mann :-)

Góða skemmtun á Kanarí...

Sirrý litla

Heidar sagði...

Veistu Puerto Rico, Maspalomas, 4**** eða ***, skiptir ekki máli. Kanaríeyjar "SUCKS BIG" og allar stjörnur í heiminum gætu ekki dregið mig þangað. Eina ráðið sem ég get gefið ykkur, fyrst þið farið: Það er minni sandstormur og færri Indverjar* á Puerto Rico, þannig að það er örugglega skárra þar.

*Ekki kynþáttafordómar, heldur eru þeir ágengustu og dónalegustu sölumenn sem ég hef nokkru sinni komist í tæri við (ekki bara einn, heldur allir, fyrir utan Foto Harry).

:)

Nafnlaus sagði...

Nanna mín, gaman að heyra frá þér og takk fyrir ábendinguna, veit að þú veist þetta því þú þekkir staðinn. Ert þú með heimasíðu sjálf?
Heiðar minn, leiðinlegt að þér skuli finnast þetta um þennan stað en ég hef bara heyrt gott um Puerto Rico. En ég skal senda þér kort, skrifað í svítunni **** með útsýninu yfir hafið :o)
Þið öll hin, takk fyrir áhugann á ferðum okkar og góð innlegg í umræðuna.
Eigið öll góðan dag.

Nafnlaus sagði...

Halló Erla mín
Ég er búin að hugsa um blogg síðuna mína og gef ég þér leyfi til að setja það inn á hjá þér. Reynda er mér það heiður að fá að vera á síðuni þinni.
Frábær þessi kveðja LU. Og sendi ég þér LU kveðjur
Nanna Þórisdóttir