þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Þriðjudagskvöld......

......við eldhúsborðið heima hjá mér, Erling er að lita á mér hárið, það sem hann getur ekki gert er held ég ekki til, hann er ótrúlega fjölhæfur þessi flotti maður minn.

Ég er að fara á stredderí annað kvöld og mikið hlakka ég nú til. Við erum að fara mæðgurnar, mágkonurnar, tengdadæturnar, frænkurnar og fleiri skvísur út að borða. Við höfum farið saman einu sinni á ári og þetta er í tíunda skipti og núna ætlum við að vera flottar á því. Ekkert minna en jólahlaðborð á Lækjarbrekku. Við verðum með þema, allar að koma í einhverju bleiku eða vera með eitthvað bleikt sýnilegt á sér. Svo ætlum við líka að hafa svona Litlu jóla stemmingu og koma allar með pakka. Ég er búin að kaupa mjög flottan pakka..........Já mikið hlakka ég til, mér finnst bæði gaman að fá pakka og ekki minna gaman að borða góðan mat eins og á mér má sjá.........

Jæja nú eru gráu náttúrulegu strípurnar mínar sem betur fer horfnar og svarti senjorítuliturinn minn prýðir nú höfuð mitt enda er ég mjög líklega hálf spænsk. Ég er þakklát fyrir þann sem fann upp háralitinn, án hans liti ég öðruvísi út.

Hrund er búin að vera á skrifstofunni í allt kvöld, er á msn að tala við Theu uppáhaldið sitt. Ég spjallaði líka aðeins við hana, sá hana í webcam, ég sakna hennar og hlakka til þegar hún kemur heim næsta sumar.

Núna er klukkan farin að halla í ellefu, við Erling sitjum í sófanum, hann er að læra, ég sit á náttfötunum og blogga en fylgist með Judging Amy með öðru auganu. Hún er nú alltaf jafn skemmtileg. Það er eitthvað svo notalegt hér hjá okkur hjónakornunum og ég veit að skynsamlegst væri að fara að sofa núna en ég tími því ekki en samt.......koddinn freistar nú svolítið.

Segi ykkur næst hvernig verður hjá okkur dömunum annað kvöld.......

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh það verður svo HRIKALEGA gaman hjá okkur í kvöld... Mmmm hlakka til að borða góða matinn og fá pakka og svona.. Þetta verður hrein snilld........ Bara tæpir 9 tímar til stefnu :) :) Eigðu góðan dag sæta og við sjáumt milli 7 og hálf 8... Looov U.. Þín Eygló

Nafnlaus sagði...

Ohhhh, ég hlakka líka svoooo mikið til. Við Þórey Erla verðum sko bleikar og fínar. Erlan mín verður sko laaaangsætust í kvöld. Sjáumst hressar og bleikar:) Arna