sunnudagur, september 11, 2005

Enn er afmæli...

....Karlott tengdasonur minn, annar af tveimur, á afmæli í dag. Hann er kominn á fertugsaldurinn og mér finnst það reyndar alveg ótrúlegt að jafn ung kona og ég eigi svona rosalega gamlan tengdason :o) Karlott kom inn í líf okkar árið 2000 og þá kynntist ég í fyrsta skipti karlmanni sem getur talað meira en sumar konur :o) Ég kunni strax vel við hann og nánari kynni hafa leitt í ljós að hann er frábær og ljúfur strákur. Hann er eins og tengdapabbi sinn með ólæknandi veiðidellu og ég held reyndar að hvorugur þeirra vilji læknast af því. Við vorum í mikilli veislu heima hjá þeim í gærkvöldi og þar rifjuðu foreldrar hans og bróðir upp sögur af honum þegar hann var strákpatti vestur á Ísafirði og höfðum við öll gaman af þeim sögum. Þeir hafa greinilega verið prakkarar bræðurnir en verið svo heppnir að eiga góða foreldra sem bæði leyfðu þeim að njóta sín og kenndu þeim á lífið. Karlott minn, til hamingju með daginn og ég bið Guð að blessa þig ríkulega og gangi þér vel við veiðarnar og í vetur þegar þú sérð Írisi ekki vegna anna við námsbækurnar þá geturðu alltaf sest niður og hnýtt flugur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr! Já ,,loks" kominn á fullorðins aldur...
Ég gleymi ekki þeirri setningu sem Erling sagði eftir að ég kom fyrst í heimsókn til ykkar í Hamraberginu og þið hélduð fjölskyldufund um hvað ykkur fannst um mig, Erling svaraði: ,,Jaa, hann talar svolítið mikið" hahaha
Ég kann líka afar vel við ykkur tengdaforeldra mína og eru ráðin allmörg sögð og ósögð sem ég hef þegið frá ykkur.
Takk fyrir mig!!!

Kveðja, Karlott

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með "gamla" tengdasoninn... Múhahahahah... bara smá djókur. En ég vil nú bara taka það fram að þegar ég kynntist Karlott fyrst þá hugsaði ég.. þessi væri góður fyrir hana Írisi... og viti menn, 5 árum seinna eru þau gift og eiga tvær æðislegar dætur. Frábært mál. En sjáumst seinna mamma mía. Arnan þín:):)