föstudagur, september 23, 2005

Diddú er frábær

Það er vægt til orða tekið að segja að hún Diddú hafi heillað tónleikagesti uppúr skónum í kvöld. Fólkið margstóð upp til að hylla hana í lok tónleikanna og hún var einnig margklöppuð upp. Það er reyndar engin furða því hún er alveg einstök. Hún tók hverja aríuna eftir aðra og það var magnað að sjá hana leika upptrekkta dúkku um leið og hún söng og tvisvar þá lék hún það að það var að hægjast á "dúkkunni" þangað til það hætti að heyrast í henni og hún beygði sig niður. Þá stökk fyrst einn fiðluleikarinn til hennar og "trekkti" hana upp þangað til það réttist úr henni og hún hélt áfram að syngja "upptrekkt" og fín. Svo gerðist það aftur að hún var ekki lengur upptrekkt og þá var það hljómsveitarstjórinn sem "trekkti" hana upp. Þetta var frábært.
Í einu atriðinu með sinfóníuhljómsveitinni þá lokaði ég bara augunum og naut þess í botn að hlusta á þetta framúrskarandi tónlistarfólk leika listir sínar með hljóðfærin. Diddú á engan sinn líkan að mínu mati og það er öruggt að við mæðgurnar áttum mjög skemmtilega kvöldstund saman í Háskólabíói og ég verð að segja að það gladdi mig að vera þarna með 16 ára gamalli dóttur minni og fylgjast með henni njóta tónlistarveislunnar og sjá "idolið" sitt fagna 30 ára söngafmæli sínu. Hrundin mín, takk fyrir samveruna, þetta var mjög gaman.
Þegar við svo komum heim var Eygló hálf sofandi í sófanum enda á hún að mæta í vinnuna kl 8 í fyrramálið en við Hrund getum sofið til kl tíu. Við mæðgurnar þrjár kíktum á upptöku af leitinni að piparsveininum sem fram fer á Skjá einum. Sitt sýnist hverjum um þessa þætti en ég er allavega nógu forvitin að kíkja og sjá hvort ég þekki nú ekki einhvern. Ég er nú svo gömul að ég þekki bara afa einnar stelpunnar sem er að reyna að fá að taka þátt, pælið í því, þekki hana ekki, ekki foreldra hennar heldur afa hennar!!!!! Svo sá ég að einn að þeim sem vilja verða "Piparsveinninn" er í bekk með Erling í HR.........Nú er ég að fara að hitta koddann minn, minni ykkur lesendur mínir á að njóta lífsins, það er svo skemmtilegt............

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

oooohh þetta var SVO GAMAAAN!!!! vááááááá!:D BARA snilld:D

takk sömuleiðis:D LOVED IT!

Íris sagði...

Frábært að þið skemmtuð ykkur svona vel!! Hefði verið gaman að koma og hlusta.
Annars er ég líka ekkert smá forvitin að horfa á þetta íslenska piparsveina dóterí. Maður hlýtur að kannast við einhvern, getur bara varla verið annað. Hlakka til að sjá upptökuna ;)