miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Hún á afmæli í dag……

......fyrir þremur árum, daginn fyrir þennan dag, var mikil spenna í loftinu í Hamrabergi þar sem við Erling bjuggum þá ásamt Hrund og Eygló (fyrirgefðu Eygló mín hvað ég er kölkuð, sbr. comment a greinina). Danía Rut var að útskrifast af vökudeildinni mánaðargömul og Íris og Karlott komu í kvöldmat til okkar því við ætluðum að halda uppá heimkomu dömunnar sem var búin að vera svo veik. Stelpurnar eru mjög flinkar í að fá pabba sinn til að panta pizzu af alls konar tilefni jafnvel þótt hann sé ekki mikið fyrir þær sjálfur, borðar þær en finnst margt annað miklu betra. Það varð úr að við pöntuðum pizzu og áttum að venju gott samfélag. Íris var komin fram yfir á meðgöngu með fyrsta barnið og við vissum að hún var búin að vera með einhverja minni háttar verki frá því um morguninn. Hvort það var útaf pizzunni (held samt ekki ;o) eða eitthvað annað, veit ég ekki en hún fór ekki heim eftir kvöldmatinn heldur beint á fæðingardeildina og þetta kvöld var mjög spennandi og margar hringingar í gsm símana þeirra til skiptis. Það var svo, að mig minnir, um fjögurleytið um nóttina að símtalið langþráða kom. Dóttir var fædd og hún fékk þetta fallega nafn, Petra Rut. Það hefur svo komið í ljós að hún “fæddist fullorðin”, hún er svo spekingsleg og dugleg þetta yndigull og veit svo sannarlega hvað hún vill.
Afmælisveislan hennar var haldin með miklum myndarbrag síðasta laugardag og komu margir til hennar. Hún var löngu búin að segja mér og afa sínum hvað hana langaði að fá og auðvitað varð henni að ósk sinni, Fisher Price búðarkassi var keyptur handa dömunni.
Elsku Petra Rut mín, innilega til hamingju með daginn, haltu áfram að vera svona dugleg stelpa og góð við litlu systur þína. Þú ert Guðs gjöf til okkar og ég elska þig stóra gull.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Erla !
Til hamingju með elsta barnabarnið þitt...hún sækir það víst í móðurætt að "fæðast fullorðin" þar sem bæði móðir hennar og móðuramma fæddust líka fullorðnar. Henni er því ekki illa í ætt skotið dömunni.

Elsku Petra Rut ...Til hamingju með afmælið þitt ;0)
kveðja...
Litlan

Íris sagði...

Takk fyrir þetta mamma! Það er sko alveg satt að hún Petra Rut mín er sko algjör dugnaðarforkur og kallar sko ekki allt ömmu sína ;)
En annað Sirrý ;) Hún er næstelst :D Danía Rut er mánuði eldri ;)
Annars átti hún Petra Rut mín góðan dag í gær og var stjarnan í leikskólanum sínum!
Sjáumst sem fyrst ;)
Þín Íris

Nafnlaus sagði...

Höhömmm.... Ég bjó heima á þessum tíma!! ;) En vá hvað ég man eftir þessu og hvað þetta var allt saman spennandi, hún er svo sannarlega yndigull!! Lov U og sjáumst hressar næst :) Þín uppáhalds Eygló

Nafnlaus sagði...

Höhömmm.... Ég bjó líka heima á þessum tíma!! ;) En vá hvað ég man eftir þessu og hvað þetta var allt saman spennandi, hún er svo sannarlega yndigull!! Lov U og sjáumst hressar næst :) Þín uppáhalds Eygló

Nafnlaus sagði...

Sorry ...bæði Íris OG Arna ... já líka Danía Rut og Petra Rut, ég ætlaði ekki að móðga neinn eða særa ...þetta var bara einfalt misminni hjá mér.
Vona að þið fyrirgefið mér allar mæðgur og langmæðgur ...

Litlan

Íris sagði...

Allt í lagi mín vegna Sirrý ;)