laugardagur, ágúst 20, 2005

Þá hefurðu lifað....

Fékk þetta sent í pósti um daginn og komst að því að ég hef lifað.....

Vildir þú ekki stundum óska að þú gætir farið aftur í tímann þegar:
Ákvarðanir voru teknar með því að nota “Úllen dúllen doff”
eða “Ugla sat á kvisti”
Peningamál voru afgreidd af þeim sem var bankastjórinn í Matador.
Hægt var að gleyma sér tímunum saman við að blása á biðukollur
og eltast við fiðrildi.
Það þótti ekkert athugavert við það að eiga tvo til þrjá “bestu” vini.
Það að vera “gamall” átti við hvern þann sem kominn var yfir tvítugt.
Pabba tókst að láta þumalinn á sér hverfa og birtast til skiptis.
Brennó þótti merkilegra en nokkur íþróttagrein.
Þeir sem voru “vopnaðir” í skólanum voru þeir sem voru með teygjubyssur.
Engin(n) var fallegri en mamma.
Pabbi var sterkasti maður í heimi.
Sár greru með einum kossi.
Fyrsti vetrarsnjórinn olli óendanlegri gleði.
Fimmtudagskvöldin voru “öðruvísi” af því að það var ekkert sjónvarp
og fólk eyddi meiri tíma í að tala saman.
Þú fékkst dót hjá tannlækninum fyrir að vera dugleg(ur).
Það vandræðalegasta sem gat komið fyrir þig
var að vera valin(n) síðastur í brennóliðið.
Eldri systkini þín gátu kvalið þið endalaust,
en voru jafnframt fyrst til að vernda þig.
ABBA myndir voru verðmeiri en nokkur hlutabréf.
Það að snúa sér hring eftir hring eftir hring var nóg til þess
að fá klukkutíma hláturkast.
Loforð um ís var nóg til þess að þú kláraðir matinn þinn.

Ef þú kannast við meirihlutann af þessu , þá hefurðu LIFAÐ

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku mamma þú ert ÆÐI :) Þetta er svo satt! Ótrúlega cool færsla.. Elska þig böns sinnum endalaust. Þín Eygló