fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Ef fuglanöfn væru númer

Við vorum á Fitinni síðustu helgi og það verður að segjast eins og er að það er svo friðsælt þar og notalegt eitthvað. Við tjöldum vagninum í skjóli trjánna sem við Erling byrjuðum að gróðursetja fyrir u.þ.b. 15 árum. Það er fátt sem rýfur þögnina á morgnana þegar ég er að reyna að sofa út nema fuglarnir, eins og hún Gerður svilkona mín orðaði svo skemmtilega um árið; endemis fuglagarg er þetta. Erling og Hlynur skilja þetta ekki enda eru þeir bræður alveg hugfangnir af þessum dýrum sem fljúga um himininn. Í sjálfu sér finnst mér þeir alveg ágætir nema á morgnana. Ég er í tæp 30 ár búin að fá kennslu um nöfnin á þeim sem ég Á AÐ ÞEKKJA Á HLJÓÐINU, pælið í því. Ég get bara alls ekki lært þessi nöfn og þess vegna var það á sunnudaginn að ég átti að segja Erling hvað dýrið hét sem framkallaði þetta líka hrikalega garg á annars friðsælum sunnudagsmorgni. Eftir að hafa giskað á næstum allar fuglategundir þá sagði Erling: "Erla mín, ef fuglarnir væru ekki með nöfn heldur talnarunu, bílnúmer eða slíkt værirðu búin að læra þetta fyrir löngu síðan." Sennilega er það rétt hjá honum..........

2 ummæli:

Erling.... sagði...

Hani, krummi, hundur, svín,
hestur, mús, tittlingur,
galar, kurnkar, geltir, hrín,
hneggjar, tístir, syngur.

Þú ert yndislegur náttúruunnandi.
Ég elska þig.

Nafnlaus sagði...

Flott nýja síðan þín :) svo sæt svona bleik ;) ég skil þig með fuglahljóðin ég hreinlega gleymi þeim En það er samt gaman að fugla"garginu" ;) Lov U og hafðu það geggjað gott :)Þín Eygló, ég var næstum búin að gleyma að setja nafnið mitt undir!!