laugardagur, febrúar 14, 2009

Laugardagur til lukku

Ég sit hér í eldhúsinu mínu á þessum fallega laugardagsmorgni, úti er enn niðamyrkur enda er klukkan ekki einu sinni orðin átta. Það er nú ekki venja að húsmóðirin á bænum sé svona snemma á fótum á helgum degi en þegar 4 lítil börn gista í húsinu rifjast upp gamlar minningar. Sá yngsti vaknaði kl hálf fimm í morgun og ekki einu sinni til umræðu að láta hann sofa lengur. Kl sex í morgun fórum við fimm niður og syfjuð amman sinnti þeim og nú leika þau sér ljúf og góð. Þrátt fyrir að ég kunni vel að meta það að geta sofið út um helgar þá mun ég líkalega meta það enn betur í fyrramálið.

Framundan er svo líf og fjör í dag hér í Húsinu við ána því haldið verður uppá 5 ára afmæli Söru Ísoldar og henni finnst nú þegar erfitt að bíða eftir að mamma hennar komi austur með afmæliskjólinn hennar og svo líka eftir gestunum „því ég hlakka svooooo mikið til að opna pakkana“ sagði unga daman rétt áðan.

Njótið helgarinnar lesendur góðir, það ætlum við að gera hér í sveitasælunni.....þangað til næst

ps. muna svo að kjósa Edgar Smára í Eurovision í kvöld.....ég ætla meira að segja að kjósa þótt ég sé ekki vön að fylgjast með þessari keppni

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahahaha, gott þú getur sofið út í fyrramálið;);) Hún Sara Ísold vildi helst gista í 3 nætur í viðbót;);) En takk fyrir alla hjálpina í dag mamma, þú ert gimsteinn:):) Lu eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeendalaust:) Arna