miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Erla rukkari.....

Stundum kemur flottur Border Collie hundur í vinnuna til okkar með eiganda sínum henni Ínu. Hann er mjög fjörugur og gerir sér dælt við okkur enda höfum við öll gaman að honum. Eitt af því sem ég geri í vinnunni er að rukka inn ógreidda reikninga frá okkur. Þegar ég er að rukka þá sný ég frá hurðinni að skrifstofunni minni, það hentar betur vegna staðsetningar á símanum. Um daginn var ég að hringja út og rukka og var búinn með þó nokkuð af listanum mínum. Í símanum var einn viðskiptavinur og ég er að tala við hann um hvort hann sjái sér ekki fært að greiða þessa skuld. Allt í einu finn ég að eitthvað blautt og mjúkt sleikir á mér hendina og ég með það sama rek upp þetta svaka garg eins og konum er einum lagið, BEINT Í SÍMTÓLIÐ. Þið ykkar sem þekkið mig vitið auðvitað hvað ég er hrikalega viðbrigðin. Um leið og ég byrja að afsaka mig við aumingja manninn á línunni, sný ég mér við og sé þá í skottið á honum Lappa vini mínum sem auðvitað brá meira en mér við þessi hrikalegu læti. Hann hafði þá komið inn greyið án þess að ég yrði hans vör og ætlað að vera svona vinalegur við mig enda vanur því að fá klapp og strokur þegar hann kemur í heimsókn inn til mín. Maðurinn í símanum var mjög kurteis og hefur örugglega borgað skuldina strax til að fá ekki svona símtal aftur en frammi var samstarfsfólk mitt næstum dáið af hlátri þegar þau föttuðu að ég var í símanum þegar ég öskraði.

Já lífið er svo sannarlega skemmtilegt og loksins er Lappi farinn að þora að koma inn til mín aftur.

2 ummæli:

Eygló sagði...

HAHAHAHAHAHHAHAHAHAHA :):) Ji hvað þetta hefur verið hrikalega fyndið og ég hefði eflaust hlegið mig máttlausa ef ég hefði heyrt þetta eða orðið vitni :)
Þú ert æðibiti!
Þín Eygló

Nafnlaus sagði...

Erla mín ...þú ert sko meiri dýravinur en þú vilt viðurkenna.
Og O.M.G. hvað ég hefði viljað verða vitni að þessum samskiptum þín og Lappa. Mér finnst þú óendanlega heppin að hafa ferfætling stundum hjá þér í vinnunni, því það er mannbætandi að umgangast þessa öðlinga.
Eins og þú veist er ég með 2 hunda hjá mér í vinnunni hahaha.
Elska jú
Sirrý litla