sunnudagur, janúar 11, 2009

Ég er bara svo fyndin með þessar stelpur mínar, hehehe

Eftir afmælisveisluna sína í gær þá ákvað Hrund að skreppa til borgarinnar með Dúnu vinkonu sinni og gista hjá henni í nótt. Dúna býr á Ísafirði en foreldrar hennar eiga íbúð í Reykjavík og þær stöllur voru þar ásamt Addó pabba Dúnu. Það var mjög gaman að Dúna skyldi einmitt vera í borginni þessa helgi sem afmælið var haldið.

Það var svo áðan, eða um klukkan níu, að ég sagði við Erling: „Viltu ekki hringja í Hrund og athuga hvar hún er og hvenær hún ætlar að koma heim“ Erling leit á mig, sposkur á svip og sagði við mig: „Við vorum nú að halda uppá tvítugs afmælið hennar, finnst þér ekki óþarfi að gá að henni núna strax, hún er jú 20 ÁRA.“ Ég var nú að jánka því að þetta væri rétt hjá honum, en hvenær ætli ég hætti að hugsa svona??? Sennilega ekki fyrr en hún er flutt að heiman...en vonandi þá en ég lofa engu.

Dagurinn í dag hefur verið alger afslöppunardagur og það er bara notalegt. Kaffi í límsófunum, aðeins kíkt á fésbókina, matur, meira kaffi, lestur blaða og svo jólabóka, prjóna, hlusta á gamla tónlist sem minnir á fellihýsaferðalögin, aftur matur, meira kaffi og smá súkkulaði meðþví....gott að eiga svona daga inná milli.

Á morgun fæ ég svo nýjan titil, ég verð lögfræðings- smiðs- og mastersnemafrú... :o)
Njótið lífsins vinir, þangað til næst.....

1 ummæli:

Unknown sagði...

Elsku Erla

Það er nú bara einu sinni þannig að börnin okkar eru jú alltaf BÖRNIN okkar. alveg sama hvað þau verð agömul held ég. Sjáðu bara hvernig mamma okkar er :)

Herragarðskveðja

Sirrý litla