þriðjudagur, október 31, 2006

Kaupmannahöfn........


Það er eitthvað við þá borg sem heillar okkur hjónin algerlega. Tilhugsunin um eina helgi þar framkallar mikla tilhlökkun og eins og vanalega þá stóð borgin alveg undir væntingum okkar um skemmtilega daga.

Við lentum þar rétt eftir hádegi á föstudegi eftir frekar klaufalegt aðflug hjá blessuðum flugstjóranum en það var samt mjög gaman að við flugum meðfram stóru brúnni yfir til Svíþjóðar og það er nú meira mannvirkið. Kaupmannahöfn tók á móti okkur með góðu veðri og eftir að hafa komið okkur fyrir á hótelinu okkar þá fórum við aðeins út í göngutúr, röltum í matarbúðina og keyptum okkur að borða og fórum svo aftur heim og spjölluðum um heima og geima eins og okkur einum er lagið.

Við eyddum síðan helginni í góðu yfirlæti, fórum út að borða, á kaffihús, löbbuðum mikið, skoðuðum sívala turninn og fylgdumst með mannlífinu á Strikinu og við Nýhöfnina.

Ég verð samt að segja ykkur frá því að við fórum á ástralskan veitingastað á laugardagskvöldinu og Erling pantaði sér krókódílakjöt og ég pantaði mér kengúrukjöt. Þvílík upplifun, þvílíkt lostæti. Ég hef sjaldan fengið jafn góðan mat og þarna enda er þetta vinsæll staður og þarna þarf að panta borð. Ef þið lesendur mínir eigið leið til Köben og þorið að prófa nýja hluti þá hvet ég ykkur til að fara þangað, staðurinn heitir Reef and beef og er rétt hjá Ráðhústorginu
http://www.reefnbeef.dk/

Við flugum síðan heim til Íslands á sunnudagskvöldinu og vorum sammála um að þetta var ekki of stutt ferð bara mjög skemmtileg. Það var samt skrýtið að vita að við förum þangað aftur eftir bara 5 vikur með vinnunni minni. Eins og ég hef áður sagt þá skilja svona ferðir skemmtilegar minningar eftir í minningabankanum og lífið er svo stutt og um að gera að njóta þess meðan við eigum það.

Það eru samt ekki bara utanlandsferðir sem skapa skemmtilegar minningar, það er mjög gaman í góðu veðri að labba um miðbæ Reykjavíkur, labba sér inn á veitingastað, fá sér að borða, virða fyrir sér mannlífið þar og sjá að flóran er svo margbreytileg hvort sem við erum á Selfossi, Reykjavík eða í kóngsins Köben.

Jólin eru skammt undan......mikið hlakka ég til aðventunnar........ég ætla rétt bráðum að fara að setja jólalög undir geislann........þangað til næst

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að það var gaman hjá ykkur í Köben. Þið kunnið svo sannarlega að njóta lífins, ég vona að ég verði svona eins og þið pabbi. Þið eruð nefnilega æðisleg:):) Arnan þín:):)

Eygló sagði...

Ji hvað það hefur verið gaman hjá ykkur sætu :) Og örugglega snilld að smakka kengúru og krókódílakjöt :) Væri til í það einhvern tímann :) Sjáumst hressar, allavega á þriðjudaginn! :) Lov U, þín Eygló

Nafnlaus sagði...

Halló, halló elsku kerlingin mín, ég rakst óvart inn á síðuna þína mér til mikillar ánægju! Gott að það var gaman hjá þér í Köben ég vona að þú og þínir hafið það gott ég á pottþétt eftir að kíkja á síðuna þína aftur.
Bestu kveðjur frá Steig.

Nafnlaus sagði...

hva... ekkert að gerast?

Nafnlaus sagði...

Obb,obb, obb
Hætt að blogga?????
Mbkv
Gerða mágkona

Íris sagði...

Jæja, mamma! Ætlaru að láta líða mánuð á milli?? Það gengur nú ekki ;)
Bíð eftir nýrri færslu :D