sunnudagur, október 22, 2006

Lífið og tilveran.....

Það var seinni part dags fyrir um það bil 10 dögum síðan að síminn minn hringdi á skrifstofunni. Erling var á línunni og var bara hress eins og vanalega. ”Erla”, sagði hann, ”er ekki eitthvað af ferðapunktunum okkar að renna út um áramótin?” Ég svaraði því játandi og svona rétt í leiðinni :o) nefndi ég við hann að það hefði verið auglýst puntkatilboð til nokkurra borga og þar á meðal var uppáhalds erlenda borgin okkar, Kaupmannahöfn. Jú hann vissi það og spurði mig hvernig mér litist á að halda uppá afmælið hans þar um næstu helgi. Það þurfti nú ekki að dekstra mig til þess enda er ég forfallinn áhugamaður um ferðalög. ”Heyrðu elskan” sagði þessi flotti maður minn við mig, ”nennirðu ekki að sjá um að panta þetta fyrir okkur?”
Auðvitað var ég til í það og við förum eldsnemma næsta föstudagsmorgun og komum aftur heim á sunnudagskvöld. Það eru m.a. svona hlutir sem skreyta lífið svo fagurlega og svona ferðir skapa svo skemmtilegar minningar. Ráðhústorgið, Strikið, Nýhöfn, mannlífið, mikið hlakka ég til það verð ég að segja.

Helgin er búin að vera góð og notaleg. Ég og Erling vorum svo dugleg að taka gestaherbergið í gegn og koma því í notalegt horf ásamt því að flytja skrifstofuna á sinn stað í húsinu. Við erum að láta teikna eldhúsinnréttinguna fyrir okkur og vorum að velja okkur tæki í nýja eldhúsið sem verður sett upp núna á næstu vikum hér í Húsinu við ána.
Erling lætur allt eftir mér sem ég bið hann um og ég fæ meira að segja amerískan ísskáp með klakavél og öllu tilheyrandi og svo pöntuðum við líka þessa fínu kaffivél sem malar baunirnar jafnóðum og ég veit að tengdasynir mínir eru mjög ánægðir með það.

Erling og Hlynur fóru í sína árlegu veiðiferð saman núna fyrir helgina og á fimmtudagskvöldið buðu dætur mínar mér í partí heima hjá Írisi og við áttum saman mjög skemmtilegt kvöld. Við Hrund vissum að við yrðum þar fram á nótt og fengum því að gista heima hjá Eygló og Bjössa sem eru enn í brúðkaupsferðinni sinni, enda enginn Erling heima hvort sem var. Ég er svo þakklát að eiga vináttu dætra minna, það er minn fjársjóður og forréttindi. Þær eru allar alveg meiriháttar, ólíkar hver á sinn hátt en einstaklega vel gerðar hver og ein.

Jæja vinir, læt ég nú staðar numið að sinni, ætla fram í stofu og fá mér kaffisopa með Erling áður en við förum að sofa. Vona að vikan framundan verði okkur öllum góð. Þangað til næst.........

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að koma í kaffi þegar nýja kaffivélinn kemur ;)
Hlökkum til hitta ykkur á þriðjudaginn :)

Kveðja frá San Juan
Bjössi og Eygló sæta :)

Íris sagði...

Ohh, æðislegt, get ekki beðið eftir að sjá nýja eldhúsið og nýja ísskápinn.
Frábært hvað þið njótið lífsins útí ystu æsar!

Nafnlaus sagði...

Halló Erla mín!
Ég er bara sammála henni Íris að það er æðislegt hvað þið njótið lífsins útí ystu æsa.
Vona að ferðin til Köpen verði æðisleg. Það er einhver sjarmi yfir þar. Góða ferð.
Nanna Þ

Íris sagði...

Til hamingju með pabba ;)
Hlakka til í kvöld :D
Þín Íris